Category: Uncategorized

Velkomin

Runólfur Smári Steinþórsson, 20. febrúar 2019 00:00

Rannsóknamiðstöð stefnu og samkeppnishæfni (Center for Strategy and Competitiveness - CSC) er vísindaleg rannsóknastofa og fræðasamfélag á sviði stefnu og samkeppnishæfni sem starfar innan Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands (University of Iceland School of Business). Forstöðumaður rannsóknamiðstöðvarinnar er Runólfur Smári Steinþórsson prófessor.

Center for Strategy and Competitiveness (CSC) is a research unit and a community of scholars and students that share an interest in studies on strategy and competitiveness. CSC operates within University of Iceland School of Business. Chair and the manager of CSC is professor Runolfur Smari Steinthorsson (rsmari@hi.is).

Rannsóknamiðstöðin er vettvangur rannsókna- og þróunarstarfs á sviði stefnumiðaðrar stjórnunar og samkeppnishæfni í víðum skilningi. Netfang rannsóknarmiðstöðvarinnar er stefnumotun@hi.is.

 

Hlutverk rannsóknamiðstöðvarinnar er að:

  • Efla rannsóknir á sviði stefnumiðaðrar stjórnunar og samkeppnishæfni í sterkum tengslum við atvinnulífið og samfélagið og kynna þær,
  • Vera bakland kennslu í stefnumiðaðri stjórnun og samkeppnishæfni og vera umgjörð fyrir þjálfun meistara- og doktorsnema í rannsóknum á sviðinu,
  • Byggja upp tengsl og efla samstarf við innlenda og erlenda rannsóknaraðila á sviði stefnu og samkeppnishæfni,
  • Gangast fyrir atburðum, s.s. málstofum og ráðstefnum, sem varða stefnu og samkeppnishæfni.
  • Vera rammi utan um samfélag þeirra sem vilja taka höndum saman um rannsóknir, fræðastarf og þjónustuverkefni á sviði stefnu og samkeppnishæfni.