Námskeið
Helstu námskeið við Háskóla Íslands frá árinu 2010
- Áhættuhegðun og seigla ungmenna - UMS202G og UMS033F
- Sýn barna og ungmenna á samskipti og samfélag - UMS101F
- Samskipti í uppeldis- og fræðslustarfi – MEN201G
UMS101F Sýn barna og ungmenna á samskipti og samfélag (10 ECTS)
Umsjón: Sigrún Aðalbjarnardóttir
Markmið
- Að þátttakendur velti fyrir sér lífsgildum í fjölþjóðlegu samfélagi nútímans.
- Að þátttakendur átti sig á alþjóðlegri umræðu, bæði fræðilegri og stefnumótandi, um borgaravitund (citizenship, civic engagement) og mannréttindi í lýðræðissamfélagi sem verður æ fjölmenningarlegra.
- Að þátttakendur hafi tök á fræðilegri umræðu um borgaravitund ungmenna og virka þátttöku í samfélaginu (s.s. margvíslegt sjálfboðaliðastarf).
- Að þátttakendur geri sér grein fyrir sameiginlegum þráðum samskiptahæfni, siðferðiskenndar og borgaravitundar.
- Að þátttakendur hafi tök á fræðilegri umræðu um uppeldisáhrif heimila, félaga, skóla og annars starfs utan skóla á þennan þroska barna og ungmenna.
- Að þátttakendur verði færir um að þema- og þroskagreina sýn barna og ungmenna á samskipti og samfélag
UMS033F og UMS202G Áhættuhegðun og seigla ungmenna (10 ECTS)
Umsjón: Sigrún Aðalbjarnardóttir
Efni: Í námskeiðinu verður lögð áhersla á áhættuhegðun unglinga (vímuefnaneyslu, óábyrgt kynlíf, brokkgenga skólagöngu) og ýmsa uppeldislega, félagslega og sálfræðilega þætti sem tengjast áhættuhegðun unglinga og ungs fólks. Kynntar verða bæði erlendar og innlendar rannsóknir á þessu sviði.
Markmið
- Að nemar kynnist nýjustu kenningum um áhættuhegðun unglinga og ungs fólks. Áhersla verður m.a. lögð á þroskakenningar.
- Að nemar kynnist helstu kenningum um seiglu/þrautseigju (reciliency) og forvarnastarfi.
- Að nemar kynnist stöðu mála hér á landi (rannsóknir og fyrirbyggjandi starf).
MEN201G Samskipti í uppeldis- og fræðslustarfi (10 ECTS)
Umsjón: Sigrún Aðalbjarnardóttir
Markmið að nemar:
- kynnist helstu kenningum um árangursríka samskiptahætti í uppeldis- og fræðslustörfum á vettvangi fjölskyldna, skóla og annarra stofnana.
- kynnist innlendum og erlendum rannsóknum og skólaþróunarverkefnum sem miða að því að efla félags-, siðgæðis- og tilfinningaþroska barna og unglinga, jafnt sem sjálfmyndir þeirra í síbreytilegu samfélagi þjóðanna.