Starfsferill

Að loknu kennaraprófi og stúdentsprófi hóf ég kennslu við grunnskóla. Samhliða kennslu gerðist ég þátttakandi í hópi á vegum skólarannsóknadeildar menntamálaráðuneytisins sem hafði það hlutverk að vinna að gerð námskrár og námsefnis í samfélagsfræði. Auk námsefnisgerðarinnar héldum við samfélagsfræðihópurinn sumarnámskeið árum saman fyrir starfandi kennara víða um land. Þar að auki vann ég mörg skólaár með kennurum sem tilraunakenndu það námsefni í samfélagsfræði sem ég bar ábyrgð á. Jafnframt var ég stundakennari í þroskasálfræði við Kennaraháskóla Íslands. Að loknu framhaldsnámi erlendis 1988 gerðist ég stundakennari í uppeldis- og menntunarfræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, varð lektor 1989, dósent sama ár og prófessor 1. janúar 1994. Innan félagsvísindadeildar var ég m.a. formaður skorar í uppeldis- og menntunarfræði, tók virkan þátt í uppbyggingu framhaldsnáms, var í fjölmörgum nefndum og átti sæti í stjórn Félagsvísindastofnunar. Hef jafnframt tekið þátt í ýmsum verkefnum á vegum Háskóla Íslands, m.a. verið formaður vísindanefndar háskólaráðs, í vísindanefnd ríkisháskóla, í stjórn Rannsóknanámssjóðs og vinnumatsnefndum. Er formaður námsbrautar í sálfræði í uppeldis- og menntavísindum (SÁUM) við Menntavísindasvið og átti frumkvæði að því að þessi námsbraut var sett á fót við sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands árið 2008.

1994- Prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands (frá 1. janúar)
1989-1993 Dósent í uppeldisfræði við Háskóla Íslands
1989- Lektor í uppeldisfræði við Háskóla Íslands; stundakennari 1988
1992- Gistivísindamaður við Harvard University, Bandaríkjunum (1992, 1996, 2003, 2006, 2009, 2012 og Fulbright gistivísindamaður 1999-2000)
2000  Gestaprófessor við University of Fribourg, Sviss (jan.)
1979-1983  Stundakennari í þroskasálfræði og kennslufræði við Kennaraháskóla Íslands, 1979-1983
1973-1983 Námsefnis- og námskrárgerð í samfélagsfræðum á vegum skólarannsóknadeildar menntamálaráðuneytisins
1988-1992  Námsefnisgerð - námsefnið: Samvera í tengslum við rannsóknaverkefnið: Hlúð að félags- og tilfinningaþroska nemenda (endurútgáfa 2008 og 2009)
1972-   Símenntun. Umsjónarmaður og leiðbeinandi á fjölmörgum námskeiðum fyrir starfandi kennara og skólastjórnendur, m.a. um kennslufræði samfélagsfræða, þroskasálfræði, aðferðir við að efla félags- og siðferðisþroska nemenda og um sjálfsmat skóla
1970-1976  Grunnskólakennari við Breiðholtsskóla í Reykjavík (1970-1976) og Hamarsskóla í Vestmannaeyjum, (1976-1977)
Rannsóknir
Rannsóknarverkefni mín beinast að þroska barna og ungmenna, einkum félagsþroska þeirra, samskiptahæfni og siðferðiskennd; einnig að áhættuhegðun þeirra, námsgengi og seiglu. Þau beinast jafnframt að því hvernig uppeldisstéttir geti stuðlað að velferð barna og ungmenna með félagsauð og mannauð að leiðarljósi. Í þeirri leit að brúa bilið á milli félagssálfræðikenninga um þroska barna og unglinga og starfs kennara með nemendum í skólum (sbr. tengsl fræða og framkvæmda) hóf ég rannsóknastarf mitt á að skoða hvernig félagsþroski og samskiptahæfni grunnskólanemenda þroskast með tilliti til þess hvernig þeir leysa ágreiningsmál í skólastarfi (grunnrannsóknir). Í framhaldi hef ég staðið að rannsóknum á því hvort og þá hvernig efla megi félagsþroska og samskiptahæfni nemenda með markvissu starfi í skólum (hagnýtar rannsóknir). Rannsóknirnar hafa ekki aðeins beinst að því að skoða framfarir nemenda í hugsun og hegðun heldur einnig að uppeldis- og menntunarsýn kennara og skólastjórnenda sem vinna að því að efla félagsþroska, samskiptahæfni og siðferðiskennd nemenda. Þar er sérstök áhersla lögð á að skoða starfsþroska kennara sem ígrunda starf sitt markvisst. Þessar rannsóknir tengjast beint skólaþróun. Áhugi á velferð barna og ungmenna leiddi mig einnig fljótt inn á langtímarannsókn á áhættuhegðun þeirra í leit að svörum við hvernig megi styrkja þau í glímu við ögrandi viðfangsefni lífsins. Ýmsir félagslegir, sálfræðilegir og uppeldisfræðilegir þættir eru þar athugaðir í tengslum við vímuefnaneyslu þeirra, námsárangur og brotthvarf frá námi (sjá skrá yfir rannsóknir). Nýlega hóf ég jafnframt rannsóknir á lýðræðislegri borgaravitund ungmenna. Í tengslum við ofangreindar rannsóknir hafa fræðilíkön verið hönnuð til greiningar bæði á þroska barna og ungmenna og á uppeldis- og menntunarsýn kennara og skólastjórnenda sem framlag til vísinda bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi.

Störf á vegum HÍ
2008- Formaður námsbrautarinnar Sálfræði í uppeldis- og menntavísindum (SÁUM) í uppeldis- og menntunarfræðideild við Menntavísindasvið
2009- Í vísindanefnd ríkisháskóla; formaður frá nóv., 2013
2007- Formaður úthlutunarnefndar Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands; nefndarmaður 2005-2007
1997-1999 Formaður vísindanefndar háskólaráðs; nefndarmaður 1994-1997
1992-1998 og 2000-2002 Í deildarráði félagsvísindadeildar og 1991-1992 í starfsráði (forveri deildarráðs)
1996-1998 og 2000-2002 Formaður uppeldis- og menntunarfræðiskorar í félagsvísindadeild. Formaður námsnefndar í uppeldis- og menntunarfræði 1991-1995 (skorarfyrirkomulag tekið upp síðar eða 1996) og 1996-1997. Formaður námsnefndar í kennslufræði 1996-1997
1996-2009  Í stjórn Félagsvísindastofnunar
1991-2009  Í ýmsum nefndum á vegum félagsvísindadeildar. Meðal annars formaður framgangsnefndar, formaður vísindanefndar, í rannsóknanámsnefnd, í siðanefnd, í kennslumálanefnd, í nefnd um skipulagningu MA-náms, í vinnumatsnefnd og dómnefndum.
1991 –1999 Í ýmsum öðrum störfum og nefndum á vegum HÍ. Meðal annars í mati á rannsóknum “European Commission: Targeted Socio-Economic Research Education and Training Research” (Brussel), í alþjóðasamskiptanefnd og vinnumatsnefndum.

Önnur störf
2009-2010 - Í starfshópi á vegum menntamálaráðuneytisins um grunnþætti í menntun. Áhersla: Lýðræði og mannréttindi

2005- Á Research Advisory Board of the Facing History and Ourselves (FHAO). Harvard University, Cambridge og Facing History and Ourselves, Brookline, Mass
2003-2006 Í Vísinda- og tækniráði Íslands
2004- Í Áfengis- og vímuvarnaráði Lýðheilsustöðvar; í Áfengis- og vímuvarnaráði 1998-2002
2004-2006 Námsefnisgerð fyrir MA nám í Citizenship Education á vegum evrópska samstarfsnetsins: Children’s Identity and Citizenship in Europe (CiCe)
1997-1999  Í stjórn Rannsóknanámssjóðs á vegum Rannsóknaráðs Íslands (Rannís)
1992- Í nefndum á vegum menntamálaráðuneytisins. Meðal annars í tengslum við námskrárgerð um lýðræði og mannréttindi í skólastarfi; í nefnd um frumvarp um opinberan stuðning við vísindarannsóknir; fulltrúi HÍ í matsnefnd um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra
1974-1983 og 1993-1995 Ráðgjöf og mat á vegum menntamálaráðuneytisins: Kennslufræði samfélagsfræða í tilraunaskólum víða um land á vegum skólarannsóknadeildar (1974-1983). Mat á skólastarfi: Þróunarverkefni "Gæðastjórnun" (1993-1995)
1988-1992  Námsefnisgerð - námsefnið: Samvera í tengslum við rannsóknaverkefnið: Hlúð að félags- og tilfinningaþroska nemenda (endurútgáfa 2008 og 2009)

2007-  Í ritstjórn Journal of Adolescence Research.
2012-  Í ritstjórn Scandinavian Journal of Educational Research.
2012    Í ritstjórn International Journal of Progressive Education. Special Issue. Topic: Education for Active Citizenship. Guest Editor Prof Alistair Ross, London Metropolitan University. October 2012,  Vol 8 – No 3.