Námsferill
Doktorspróf mitt er í þroskasálfræði frá Harvard háskóla í Bandaríkjunum og hafði ég áður lokið meistaraprófi í sömu grein frá sama skóla. BA-prófi í uppeldisfræði lauk ég við Háskóla Íslands, en áður hafði ég lokið kennaraprófi til kennsluréttinda og stúdentsprófi frá Kennaraskóla Íslands. Ég tók þátt í rannsóknarverkefnum í doktorsnámi mínu við Harvard háskóla: annars vegar í „Project in Interpersonal Negotiation Strategies“ undir stjórn leiðbeinanda míns Roberts L. Selman prófessors og hins vegar á setrinu „Moral Research and Moral Education“ undir stjórn annars leiðbeinanda míns Lawrence Kohlberg prófessors. Áður hafði ég tekið þátt í rannsóknarverkefni á félagsþroska barna til sjávar og sveita á Íslandi á vegum Max Planck Institut í Berlín og Háskóla Íslands undir stjórn Wolfgangs Edelstein prófessors.
- Doktorsgráða í þroskasálfræði frá Harvard University, Graduate School of Education, deildinni Human Development and Psychology, 1988
- Mastersgráða í þroskasálfræði frá sama skóla, 1984
- B.A. gráða í uppeldisfræði frá félagvísindadeild Háskóla Íslands, 1983
- Stúdentspróf frá Kennaraskóla Íslands, 1970
- Kennarapróf frá sama skóla, 1969
- Löggild réttindi til kennslu uppeldisfræði og sálfræði á framhaldsskólastigi, 1987
- Fjölmörg námskeið á sviði kennslufræða og námsefnisgerðar hér á landi og erlendis (m.a. Berkeley University, Bandaríkjunum 1974 og Kungälv, Svíðþjóð 1972), 1970-1980