Rannsóknir
Rannsóknarsetrið Lífshættir barna og ungmenna
- Félagsþroski og samskiptahæfni barna og unglinga, frá 1984
- Borgaravitund ungs fólks í lýðræðisþjóðfélagi, frá 2007
- Áhættuhegðun og seigla ungs fólks: Langtímarannsókn, frá 1994
- Uppeldis- og menntunarsýn: Fagmennska í skólastarfi, frá 1992
- Skólaþróun: Rannsóknir á vettvangi, frá 1988
- Rannsóknarsamstarf
- Rannsóknarstykir
Rannsóknarsetrið Lífshættir barna og ungmenna
Ég hef brennandi áhuga á hag barna, unglinga og ungs fólks og hvernig megi sem best hlúa að heill þeirra í samtíð og framtíð, bæði í þeirra eigin þágu og samfélagsins. Í því efni tel ég brýnt að setja í öndvegi að efla sjálfsvirðingu þeirra og virðingu fyrir öðrum, bæði mannfólki og náttúru. Samfélagið kallar á meiri sjálfsaga, samábyrgð og samkennd. Það kallar á hæfni í samskiptum; það kallar á hæfni til að setja sig í spor annarra og til samvinnu, getu til að skoða mál frá ýmsum sjónarhornum og komast að farsælum niðurstöðum í margvíslegum ágreinings- og álitamálum. Og samfélagið kallar á virkari þátttöku borgaranna í samfélagsmálum. Brýnt er að við búum börnin og ungmennin mun betur undir 21. öldina í þessu efni en við gerum nú.
Rannsóknarverkefni mín litast af þessum áhuga. Í hnotskurn beinast þau að þroska barna og ungmenna, einkum félagsþroska þeirra, samskiptahæfni og siðferðiskennd, jafnt sem áhættuhegðun þeirra, námsgengi og seiglu. Og þær beinast að því hvernig uppeldisstéttir geti stuðlað að velferð þeirra með félagsauð og mannauð að leiðarljósi. Þar kalla ég eftir heildstæðri samvinnu heimila, skóla, kennaramenntunarstofnana og ráðamanna í uppeldis- og menntamálum.
Helstu rannsóknarverkefni sem ég stend fyrir eru:
- Félagsþroski og samskiptahæfni barna og unglinga, frá 1984
- Borgaravitund ungs fólks í lýðræðisþjóðfélagi, frá 2007
- Áhættuhegðun og seigla ungs fólks: Langtímarannsókn, frá 1994
- Uppeldis- og menntunarsýn í skólastarfi, frá 1992
- Skólaþróun: Rannsóknir á vettvangi, frá 1988
Félagsþroski og samskiptahæfni barna og unglinga
Nútíminn kallar á góða samskiptahæfni og á það jafnt við um samskipti innan fjölskyldunnar, í félaga- og vinahópnum, á starfsvettvangi og í lýðræðislegu fjölmenningarsamfélagi. Rannsóknarstarf mitt hófst á að kanna félagsþroska og samskiptahæfni barna og unglinga. Grunnrannsóknirnar beinast m.a. að því að athuga hvernig hugmyndir barna og unglinga (7-13 ára) þróast um ýmis félagsleg og siðferðileg efni, svo sem hvernig leysa megi ágreiningsmál í samskiptum. Einnig hafa þær beinst að því að kanna tengsl á milli samskiptahæfni barna og rökhugsunar þeirra, sjálfsstjórnar, kvíða, félagslegrar einangrunar og námsárangurs. Einnig hef ég skoðað tengsl á milli hugsunar og hegðunar sem er eilíft athugunarefni; sömuleiðis tengsl á milli framfara í hugsun og framfara í hegðun.http://vefsetur.hi.is/mvsavettvangi/rannsoknir_vettvangi).
Í framhaldi grunnrannsóknanna fór ég af stað með rannsóknar- og skólaþróunarverkefnið: Hlúð að félags- og tilfinningaþroska nemenda þar sem ég hef kannað hvort grunnskólanemendur sem taka þátt í skólaþróunarverkefninu sýna meiri framfarir í samskiptahæfni en nemendur sem ekki taka þátt. Þróunarverkefnið felst í að vinna með kennurum yfir skólaárið þar sem fjallað er um tengsl fræða og bekkjarstarfsins og hvernig efla megi samskiptahæfni nemenda með tilteknum kennsluaðferðum. Þá samdi ég námsefni fyrir nemendur og handbækur fyrir kennara og foreldra ásamt Árnýju Elíasdóttur í tengslum við þessar rannsóknir.
Um þessar mundir stöndum við á rannsóknasetrinu fyrir rannsóknar- og skólaþróunarverkefninu: Að rækta farsæl samskipti: Framfarir í skólastarfi. Verkefnið byggist á ofangreindum rannsóknum og reynslu á þessu sviði sem ég greini frá í bók minni Virðing og umhyggja – Ákall 21. aldar. Unnið er á vettvangi skólastarfs í samstarfi við skólastjóra og kennara grunnskóla. Verkefnið miðar að því að rækta samskiptahæfni, samlíðan og siðferðiskennd nemenda og leggja um leið grunn að borgaravitund þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Annað markmið verkefnisins er að skapa kennurum aðstæður til að ígrunda starf sitt og veita þeim tækifæri til að þróa sig og vaxa í starfi. (Sjá
Bók, greinar í ritrýndum fræðiritum og bókakaflar um þetta efni eru m.a.:
Sigrún Aðalbjarnardóttir (2007). Virðing og umhyggja – Ákall 21. aldar. Reykjavík: Heimskringla, Háskólaforlag Máls og menningar.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2010). Passion and purpose: Teacher professional development and student social and civic growth. In T. Lovat & R. Toomey (Eds.), International research handbook on values education and student wellbeing (pp. 737-764). New York: Springer.
Ásdís Hrefna Haraldsdóttir og Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2008). Góður kennari: Sjónarhorn grunnskólanemenda. Uppeldi og menntun, 17, 31-54.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2004). “Respect between teachers and students is the basis for all school work:” Teacher-student relationships. In B. Krzywosz-Rynkiewicz & A. Ross (Eds.), Social learning, inclusiveness and exclusiveness in Europe (pp. 39-53). Stoke on Trent, UK: Trentham Books.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2001). Die Reconstruction der Entwiklung von Lehrern und Schulern: Ein Sozio-Moralischer Ansatz in der Schule. In W. Edelstein, F. K. Oser and P. Schuster (Eds.), Moralische Erziehung in der Schule (pp. 213-232). Weinheim und Basel: Beltz Verlag.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (1999). Þróun fagvitundar kennara: Að efla félagsþroska og samskiptahæfni nemenda. Í Helgi Skúli Kjartansson, Hrafnhildur Ragnarsóttir, Kristín Indriðadóttir og Ólafur Proppé (ritstj.), Steinar í vörðu til heiðurs Þuríði J. Kristjánsdóttur sjötugri (bls. 247-270). Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (1999). Tracing the developmental processes of teachers and students: A sociomoral approach in school. Scandinavian Journal of Educational Research, 43, 57-79.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (1995). How school children propose to negotiate: The role of social withdrawal, anxiety, and locus of Control. Child Development, 66, 1739-1751.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (1993). Promoting children's social growth in the schools: An intervention study. Journal of Applied Developmental Psychology, 14, 461-484.
Sigrún Aðalbjarnardóttir og Kristjana Blöndal. (1993). Námsárangur 11 ára barna: Tengsl við vitsmunahæfni, félagshæfni og persónuþætti. Uppeldi og menntun, 2, 25-40.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (1992). Reaching consensus in conflict cituations in childhood: A new model integrating Habermas' and Selman's theories. Nordisk Psykologi, 44, 116-137.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (1992). Fostering children's social conflict resolutions in the classroom: A developmental approach. In F. Oser, A. Dick and J. Patry (Eds.), Effective and responsible teaching: A new synthesis (bls. 397-412). San Fransisco, CA: Jossey Bass.
Sigrún Aðalbjarnardóttir & John B. Willett. (1991). Children's perspectives on conflicts between student and teacher: Developmental and situational variations. British Journal of Developmental Psychology, 9, 377-391.
Sigrún Aðalbjarnardóttir (1991). Hlúð að samskiptahæfni skólabarna: Þroskarannsókn. Sálfræðiritið - Tímarit Sálfræðingafélags Íslands, 2, 15-31.
Sigrún Aðalbjarnardóttir og Robert L. Selman. (1990). Hugmyndir barna um viðbrögð þeirra við gagnrýni kennara og bekkjarfélaga: Þroskarannsókn. Sálfræðiritið - Tímarit Sálfræðingafélags Íslands, 1, 37-48.
Sigrún Aðalbjarnardóttir og Wolfgang Edelstein. (1989). Listening to children's voices: Psychological theory and educational implications. Scandinavian Journal of Educational Research, 33, 79-97.
Sigrún Aðalbjarnardóttir & Robert L. Selman. (1989). How children propose to deal with the criticism of their teachers and classmates: Developmental and stylistic cariations. Child Development, 60, 539-551.
Borgaravitund ungs fólks í lýðræðisþjóðfélagi
Áhugi minn síðustu árin á sviði uppeldis- og menntunar hefur jafnframt beinst að borgaravitund ungmenna og því hvernig standa megi sem best að því að glæða vitund þeirra sem virkra borgara í lýðræðislegu fjölmenningarsamfélagi. Skólastarf sem miðar markvisst að því að efla samskiptahæfni nemenda og siðferðiskennd leggur að mínu mati samtímis grunn að fjölmenningarlegri hæfni þeirra og borgaravitund. Með öðrum orðum lít ég svo á að félagsþroski og samskiptahæfni, siðferðiskennd og jákvæð sjálfsmynd séu undirstaða þroskaðrar borgaravitundar. Eðlilegt framhald rannsókna minna á félagsþroska og samskiptahæfni nemenda var því að skipuleggja rannsókn á borgaravitund ungs fólks í lýðræðisþjóðfélagi. Jafnframt hef ég kannað uppeldis- og menntunarsýn kennara og skólastjóra sem standa að fjölmenningarlegri kennslu og eflingu lýðræðis í skólastarfi.
Rannsóknin á borgaravitund ungs fólks hófst formlega árið 2007. Markmiðið er að afla þekkingar og skilnings á borgaravitund ungmenna til sjávar og sveita. Leitað er meðal annars eftir gildismati þeirra og hugmyndum um lýðræði, mannréttindi, þeim áhrifum sem þau telja sig hafa í samfélagi sínu og hvaða áhrif þau vildu hafa. Þátttakendur eru 11, 14 og 18 ára, 1500 talsins í þremur byggðakjörnum landsins. Gögnum er safnað bæði með viðtölum og spurningalistum. Niðurstöður rannsóknarinnar ættu að geta orðið mikilvægt framlag til rannsókna á borgaravitund barna og ungmenna bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi og hafa fræðilegt gildi sem slíkar.
Þá eru vonir bundnar við að niðurstöðurnar geti lagt grunn að hagnýtum rannsóknum. Þar væri kannað hvernig efla megi borgaravitund ungmenna sem fá tækifæri til að vinna markvisst að ýmsum samfélags- og mannréttindamálum á lýðræðislegan máta.
Úrvinnsla gagna ofangreindar rannsóknar á borgaravitund ungs fólks hófst árið 2010 og hafa því ekki enn birst greinar um niðurstöðurnar. Aftur á móti hafa birst greinar bæði um þróun fræðilíkans við að greina borgaravitund ungmenna og um sýn þeirra sem byggja á viðtölum við þau. Jafnframt hef ég fjallað um uppeldis- og menntunarsýn kennara og skólastjóra sem standa að fjölmenningarlegri kennslu og eflingu lýðræðis í skólastarfi.
Helstu bókakaflar sem við samstarfsfólk mitt höfum ritað á undanförnum árum um þetta efni eru m.a. auk efnis í bók minni
Virðing og umhyggja – Ákall 21. aldar.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2009). Borgari í lýðræðisþjóðfélagi: Sýn ungmenna. Í Gunnar Þór Jóhannesson (ritstj.), Rannsóknir í félagsvísindum X (bls. 715-724). Reykjavík: Félagsvísindastofun Háskóla Íslands.
Sigrún Aðalbjarnardóttir og Margrét A. Markúsdóttir. (2009). Civic protest before and after Iceland’s economic crisis: Adolescents speak about participation. In A. Ross (Ed.), Human rights and citizenship education (pp. 251-258). London: CiCe publication.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2008). Young people’s civic awareness and engagement: Listening to their voices using thematic and developmental analysis. In A. Ross (Ed.), Reflecting on identities: Research, practice and innovation (pp. 717-727). London: CiCe publication.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2006). Lífsgildi. Í Úlfar Hauksson (ritstj.), Rannsóknir í félagsvísindum VII (bls. 779-787). Reykjavík: Félagsvísindastofun Háskóla Íslands.
Sigrún Aðalbjarnardóttir & Eyrún M. Rúnarsdóttir. (2006). A leader’s experiences of intercultural education in an elementary school: Changes and challenges. In V. Collinson (Ed.), Theme issue: Learning, teaching, leading: A global perspective, Theory Into Practice, 44, 177-186.
Eyrún M. Rúnarsdóttir, Hafdís Ingvarsdóttir, & Sigrún Adalbjarnardóttir. (2006). Intercultural education: Cases of good practice in Iceland. In A. Ross (Ed.), The citizens of Europe and the World (pp. 63-75). London: CiCe publication.
Sigrún Aðalbjarnardóttir, Hafdís Ingvarsdóttir og Eyrún M. Rúnarsdóttir. (2005). Fjölmennningarleg kennsla: Sjónarhorn skólafólks. Í Úlfar Hauksson (ritstj.), Rannsóknir í félagsvísindum VI (bls. 707-720). Reykjavík: Félagsvísindastofun Háskóla Íslands.
Sigrún Aðalbjarnardóttir, Eyrún M. Rúnarsdóttir & Hafdís Ingvarsdóttir. (2005). National policy and practitioner practice in multicultural education in Iceland. In A. Ross (Ed.), Teaching citizenship (pp. 35-41). London: CiCe publication.
Hafdis Ingvarsdóttir, Eyrún M. Rúnarsdóttir & Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2005).Teaching new citizens: Challenges and opportunities. In A. Ross (Ed.), Teaching citizenship (pp. 365-371). London: a CiCe publication.
Sigrún Aðalbjarnardóttir & Eyrún M. Rúnarsdóttir. (2003). Educational aims in a changing society: Equal opportunities in citizenship, culture, and identity. In A. Ross (Ed.), A Europe of many cultures (pp.71-78). London: a CiCe publication.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2002). At dyrke demokratiske værdier – Nøglen til en bedre verden [Að rækta lýðræðisleg gildi: Lykillinn að betri heimi]. Í Gun-Marie Frånberg og D. Kellos (ritstj.), Demokrati í skolans vardag [Lýðræði í daglegu skólastarfi, bls. 101-149]. Rit Norðurlandaráðs í tilefni 50 ára samstarfsafmælis Norðurlanda. Umeå universitet för NSS: Nordiska Ministerrådet.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2002). Citizenship education and teachers' professional awareness. In D., Scott, & H. Lawson (Eds.), Citizenship, education, and the curriculum (pp.131-150). London: Ablex Publ.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2002). The challenging process of preparing education professionals to promote citizenship awareness. In A. Ross (Ed.), Future citizens in Europe (pp. 25-32). London: a CiCe publication.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2001). Cultivating citizenship awareness: The school setting. In A. Ross (Ed.) Learning for a democratic Europe (pp. 167-173). London: a CiCe publication.
Áhættuhegðun og seigla ungs fólks: Langtímarannsókn
Áhugi á velferð barna og ungmenna leiddi mig inn á rannsóknir á áhættuhegðun þeirra í leit að svörum við hvernig megi styrkja þau í glímu við ögrandi viðfangsefni lífsins.
Árið 1994 fór ég af stað með langtímarannsóknina: Áhættuhegðun og seigla ungs fólks. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að athuga áhættuþætti í lífi unglinga og ungs fólks sem tengist vímuefnaneyslu þeirra, námsárangri og brotthvarfi frá námi. Neysla og námsgengi eru skoðuð í tengslum við ýmsa félagslega þætti (stétt, fjölskyldugerð), uppeldislega þætti (uppeldisaðferðir foreldra, stuðning foreldra og vina) og sálfræðilega þætti (s.s. sjálfsmat, trú á eigin getu, streitu, depurð, andfélagslega hegðun).
Annað markmið rannsóknarinnar felst í því að hanna þroskalíkan til að greina sálfélagslegan þroska ungmenna (þekkingu, samskiptahæfni, persónulega merkingu) í tengslum við neyslu þeirra og er það nýtt framlag til vísindarannsókna á alþjóðvettvangi. Þræðirnir, samskipti og þroski, hafa því fylgt mér í þessum rannsóknum eins og öðrum rannsóknum mínum.
Þátttakendur rannsóknarinnar eru allir unglingar Reykjavíkurborgar sem voru í 9. bekkjum grunnskóla Reykjavíkur vorið 1994 (f. 1979). Sömu gögnum hjá sömu einstaklingum hefur verið safnað með spurningalistum frá 1994 til 2002. Einnig hafa verið tekin djúpviðtöl við hluta þeirra um vímuefnaneyslu þeirra og samskipti við fjölskyldu og vini. Jafnframt hafa þessi langtímagögn annars vegar verið tengd við námsárangur hópsins á samræmdum prófum við lok grunnskóla (10. bekkur) og hins vegar við upplýsingar frá Hagstofu Íslands um námsferla og útskriftir til ársloka 2004. Unga fólkinu hefur því verið fylgt eftir frá 14 ára aldri fram á 26. aldursár.
Miðað er að því að nýta niðurstöður þessarar rannsóknar í fyrirbyggjandi starfi með börnum og ungmennum og leggja jafnframt grunn að hagnýtum rannsóknum á þessu sviði.
Áhersluþættir rannsóknarinnar sem við samstarfsfólk mitt höfum unnið að til þessa hafa m.a. verið:
- Uppeldishættir foreldra og tengsl þeirra við
- vímuefnaneyslu ungs fólks
- samskiptahæfni, sjálfsmat og depurð ungs fólks
- námsárangur ungmenna og brotthvarf frá námi úr framhaldsskóla
- Trú á eigin getu til að hafa áhrif á líf sitt og vímuefnaneysla ungs fólks
- Árásarhneigð ungmenna og vímuefnaneysla
- Sálfélagslegur þroski ungmenna og vímuefnaneysla
- Viðhorf ungmenna til vímuefnaneyslu og vímuefnaneysla þeirra
- Kortlagning vímuefnaneyslu sama hóps ungmenna frá 14 til 22 ára aldurs eftir kyni, stéttarstöðu, fjölskyldugerð, fyrri neyslu og neyslu foreldra og vina
Rit, ritrýndar greinar og bókakaflar sem byggjast á gögnum rannsóknarinnar eru m.a. eftirfarandi:
Sigrún Aðalbjarnardóttir, Andrea G. Dorfadóttir, Þórólfur R. Þórólfsson og Kristín L. Garðarsdóttir (2003). Vímuefnaneysla og viðhorf – Ungu fólki í Reykjavík fylgt eftir frá 14 ára til 22 ára aldurs. Rvík: Félagsvísindastofnun og Háskólaútgáfan.
Sigrún Aðalbjarnardóttir, Sigurlína Davíðsdóttir og Eyrún María Rúnarsdóttir. (1997). Áhættuhegðun reykvískra unglinga: Tóbaksreykingar, áfengisneysla, hassneysla og neysla annarra vímuefna árin 1994-1996. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Bækur Félagsvísindastofnunar nr. 22.
Kristjana S. Blöndal og Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2009). School dropout, parenting style, and parental involvement: A longitudinal study. Adolescence, 44, 729-749.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2007). Iceland. In J.J. Arnett and R. Silbereisen (Eds.), Routledge International Encyclopedia of Adolescence (pp. 425-441). London: Routledge.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2005) „Við erum bæði mæðgin og vinir“: Uppeldishættir foreldra og samskiptaþroski unglinga. Ungir Íslendingar í ljósi vísindanna (bls. 121–128). Reykjavík: Umboðsmaður barna og Háskóli Íslands.
Sigrún Aðalbjarnardóttir og Kristjana Blöndal. (2005). Brotthvarf ungmenna frá námi og uppeldisaðferðir foreldra: Langtímarannsókn. Tímarit um menntarannsóknir, 2, 11-23.
Sigrún Aðalbjarnardóttir og Kristín L. Garðarsdóttir. (2004). Uppeldisaðferðir foreldra og sjálfsálit ungs fólks á aldrinum 14 til 21 árs. Uppeldi og menntun, 13, 9-24.
Sigrún Aðalbjarnardóttir og Kristín L. Garðarsdóttir. (2004). Depurð ungs fólks og uppeldisaðferðir foreldra: Langtímarannsókn. Sálfræðiritið – Tímarit Sálfræðingafélags Íslands, 9, 151-166.
Sigrún Aðalbjarnardóttir og Kristjana Stella Blöndal. (2004). Uppeldishættir foreldra og námárangur unglinga á samræmdum prófum við lok grunnskóla. Í Úlfar Hauksson (ritstj.), Rannsóknir í félagsvísindum V (bls. 415-426). Reykjavík: Háskólaútgáfan.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2002). Adolescent psychosocial maturity and alcohol use: Quantitative and qualitative analysis of longitudinal data. Adolescence, 37, 19-53.
Sigrún Aðalbjarnardóttir og Fjölvar D. Rafnsson. (2002). Adolescent antisocial and substance use: Longitudinal analyses. Addictive Behaviors, 27, 227-240.
Sigrún Aðalbjarnardóttir og Leifur G. Hafsteinsson (2001). Parenting Styles and Adolescent Substance Use: A longitudinal study. Journal of Research on Adolescence, 11, 401-423.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2001). Uppeldisaðferðir foreldra og vímuefnaneysla unglinga: Langtímarannsókn. Í Herdís Sveinsdóttir og Ari Nyysti (ritstj.), Framtíðarsýn innan heilsugæsluhjúkrunar (bls. 168-177). Reykjavík: Háskólaútgáfan og Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands.
Sigrún Aðalbjarnardóttir og Fjölvar D. Rafnsson. (2001). Perceived control in adolescent substance use: Concurrent and longitudinal analyses. Psychology of Addictive Behaviors, 15, 25-32.
Selman, R. L., og Adalbjarnardottir, S. (2000). A developmental method to analyze the personal meaning adolescents make of risk and relationship: The case of “drinking.” Applied Developmental Science, 4, 47-65.
Þóroddur Bjarnason og Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2000). Anonymity and confidentiality in school surveys on alcohol, tobacco, and cannabis use. Journal of Drug Issues, 29, 335-343.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (1998). Áhættuhegðun unglinganna Óðins og Þórs: Ný þroskanálgun. Í Friðrik H. Jónsson (ritstj.), Rannsóknir í félagsvísindum II (bls. 217-227). Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Háskólaútgáfan.
Sigrún Aðalbjarnardóttir og Leifur Geir Hafsteinsson. (1998). Tóbaksreykingar ungmenna: Tengsl við uppeldishætti foreldra og reykingar foreldra og vina. Uppeldi og menntun, 7, 83-98.
Sigrún Aðalbjarnardóttir og Kristjana Blöndal. (1996). Tóbaksreykingar og hassneysla reykvískra unglinga og viðhorf þeirra til slíkrar neyslu. Uppeldi og menntun, 5, 43-62.
Sigrún Aðalbjarnardóttir og Kristjana Blöndal. (1995). Áfengisneysla reykvískra unglinga og viðhorf þeirra til slíkrar neyslu. Uppeldi og menntun, 4, 35-57.
Uppeldis- og menntunarsýn í skólastarfi
Í þessu rannsóknarverkefni huga ég sérstaklega að fagmennsku eða uppeldis- og menntunarsýn kennara og skólastjórnenda. Sú hugsun liggur að baki að kennarar og skólastjórnendur sem búa yfir víðri og djúpri uppeldis- menntunarsýn nái betri árangri í skólastarfi. Markmið verkefnisins er að öðlast dýpri skilning á hugmyndum þeirra um kennslu sem byggja megi á við að efla þá í starfi og stuðla að skólaþróun. Í þessu skyni er sett fram fræðilíkan um uppeldis- og menntunarsýn. Áhersla er lögð á að greina leiðarljós þeirra, gildi í starfi, markmið, leiðir að markmiðum og daglega starfshætti. Auk þess er kannað hvernig lífssaga þeirra tengist markmiðum þeirra og starfsháttum. Fræðilíkanið veitir þá möguleika að greina annars vegar hvernig sýn og starfshættir einstakra kennara þróast og hins vegar að skoða mismunandi sýn þeirra og starfshætti. Fræðilíkanið er nýtt framlag til rannsókna á fagmennsku kennara og skólastjórnenda á alþjóðlegum vettvangi og hefur vísindalegt gildi sem slíkt. Í umræðu um og í rannsóknum á þróun skólastarfs eru vonir bundnar við að kennarar, skólastjórnendur, þeir sem að kennaramenntun standa og rannsakendur geti nýtt sér þetta líkan í því skyni að efla skólastarf. Áhersluþættir innan þessa rannsóknasviðs hafa m.a. verið að kanna:
- hvernig hugmyndir kennara um uppeldis- og menntunarsýn sína --markmið, gildi, kennsluaðferðir og kennslustíl -- þróast
- lífssögur kennara og hvernig þær tengjast uppeldis- og menntunarsýn þeirra; markmiðum, gildum, áhuga á starfinu og kennsluaðferðum
- kennsluaðferðir kennara í bekkjarstarfi með áherslu á umræður og tengsl þeirra við markmið kennara og uppeldis- og menntunarsýn
Fræðilíkanið hefur í fyrsta lagi verið notað til að greina uppeldis- og menntunarsýn kennara í skólaþróunarverkefnum þegar þeir leitast við að efla félagsþroska nemenda og samskiptahæfni. Í öðru lagi hefur það verið notað til að skoða uppeldis- og menntunarsýn skólastjóra og kennara sem standa að fjölmenningarlegri kennslu. Í þriðja lagi hefur það verið notað til að greina uppeldis- og menntunarsýn kennara sem vinna að því að efla lýðræðislega borgaravitund nemenda.
Ritrýndar greinar og bókakaflar sem við samstarfsfólk mitt höfum unnið að um þetta efni eru m.a. auk efnis í bók minni
Virðing og umhyggja – Ákall 21. aldar.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2010). Passion and purpose: Teacher professional development and student social and civic growth. In T. Lovat & R. Toomey (Eds.), International research handbook on values education and student wellbeing (pp. 737-764). New York: Springer.
Katrín Friðriksdóttir & Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2010). Relating life story and pedagogical vision: A teacher’s voice. In B. Sriraman, C. Bergsten, S. Goodchild, C. Michelsen, G. Palsdottir, O. Steinthorsdottir, & L. Haapasalo (Eds.), The sourcebook on Nordic research in mathematics education (pp. 495-504). Charlotte, NC: Information Age Publishing.
Sigrún Aðalbjarnardóttir & Eyrún M. Rúnarsdóttir. (2006). A leader’s experiences of intercultural education in an elementary school: Changes and challenges. In V. Collinson (Ed.), Theme issue: Learning, teaching, leading: A global perspective, Theory Into Practice, 44, 177-186.
Selman, R. L. & Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2003). Supporting teachers’ professional development. Lessons from Iceland, í R. L. Selman, The promotion of social awareness: Powerful lessons from the partnership of developmental theory and classroom practice (pp. 113-127). N.Y.C., N.Y. Russell Sage.
Selman, R. L. & Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2003).Teachers’ reflections on promoting social competence. Lessons from Iceland, í R. L. Selman, The promotion of social awareness: Powerful lessons from the partnership of developmental theory and classroom practice (pp. 128-146). N.Y.C., N.Y. Russell Sage.
Selman, R. L., Buitrago, C. & Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2003). Terms of engagement: Personal meaning and the professional lives of teachers. Lessons from Iceland, í R. L. Selman, The promotion of social awareness: Powerful lessons from the partnership of developmental theory and classroom practice (pp. 147-169). N.Y.C., N.Y. Russell Sage.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2002). Citizenship education and teachers' professional awareness. In D., Scott, & H. Lawson (Eds.), Citizenship, Education, and the Curriculum (pp.131-150). London: Ablex Publ.
Katrín Friðriksdóttir og Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2002). “Ég ákvað að verða kennari þegar ég varð sjö ára” - Lífssaga kennara og uppeldissýn. Uppeldi og menntun, 11, 121-145.
Eyrún M. Rúnarsdóttir & Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2000). “Who wants to employ a bossy loudmouth?” Teacher’s pedagogical vision and strategies when promoting students’ self perceptions and social awareness. Í A. Ross (ritstj.) Developing Identities in Europe: Citizenship Education and Higher Education (bls. 461-467). London: a CiCe publication.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (1999). Þróun fagvitundar kennara: Að efla félagsþroska og samskiptahæfni nemenda. Í Helgi Skúli Kjartansson, Hrafnhildur Ragnarsóttir, Kristín Indriðadóttir og Ólafur Proppé (ritstj.), Steinar í vörðu til heiðurs Þuríði J. Kristjánsdóttur sjötugri (bls. 247-270). Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.
Sigrún Aðalbjarnardóttir og Robert L. Selman. (1997). "I feel I received a new vision:" An analysis of teachers professonal development as they work with students on interpersonal issues. Teaching and Teacher Education, 13, 4, 409-428.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (1994). Understanding children and ourselves: Teachers' reflections on social development in the classroom. Teaching and Teacher Education, 10, 4, 409-421.
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (1992). Samskipti í bekkjarstarfi: Sjónarhorn kennara. Uppeldi og menntun, 1, 258-273.
Skólaþróun
Rannsóknar- og skólaþróunarverkefnið: Hlúð að félags- og tilfinningaþroska nemenda fellur undir þennan lið rannsókna. Sjá nánar hér að ofan um rannsóknarverkefnin: „Félagsþroski og samskiptahæfni barna og unglinga“ og Uppeldis- og mennuntarsýn í skólastarfi. Í daglegu skólastarfi gegna kennarar lykilhlutverki við að efla margvíslegan þroska nemenda. Skólaþróunarþátturinn felst í því að skapa kennurum aðstæður til að ígrunda kenningar sínar um kennslu um leið og þeir vinna markvisst að því að fjalla með nemendum sínum um margvísleg félagsleg, siðferðileg og persónuleg efni. Haldin eru vetrarlöng námskeið með kennurum þar sem fræði og framkvæmd eru tengd nánum böndum. Unnið er með fjölbreyttar kennsluaðferðir og að skipulagningu viðfangsefna. Samliða ígrunda kennararnir starf sitt.
Í umfjöllun minni um félagsþroska, samskiptahæfni og siðferðiskennd sæki ég í smiðju ýmissa fræða, m.a. heimspeki, félagsfræði, sálfræði, uppeldis- og menntunarfræði og kennslufræði og set framangreind rannsóknar- og skólaþróunarverkefni í það fræðilega samhengi. Auk umfjöllunar um framfarir nemenda og uppeldis- og menntunarsýn kennara og skólastjóra fjalla ég í bók minni Virðing og umhyggja – Ákall 21. aldar um ýmsa mikilvæga þætti sem stuðla að árangursríku skólastarfi á þessu sviði. Þar má nefna samskipti kennara og nemenda; einnig þær sérstöku áskoranir í skólastarfi sem felast í því að vinna markvisst með félagslega og siðferðilega þætti; hvernig megi styðja sem best við kennara og skólastjórnendur í því starfi; mismunandi form námskeiða í starfi með kennurum og hvaða form mér hefur reynst árangursríkast. Einnig ræði ég mikilvægi fagmennsku kennara og skólastjóra til að ná árangri og tengsl uppeldis- og menntunarsýnar þeirra og framfara nemenda, ásamt mikilvægi kennaramenntunar bæði menntunar kennaraefna og símenntunar starfandi kennara. Jafnframt kalla ég eftir samvinnu heimila og skóla og pólitískum vilja stjórnvalda og fræðsluyfirvalda í hverju sveitarfélagi um styrka stefnu og stuðning við starf á þessu sviði. Allt eru þetta þættir sem að mínu mati er mikilvægt að huga að við að þróa skólastarf.
Bók
Sigrún Aðalbjarnardóttir (2007). Virðing og umhyggja – Ákall 21. aldar. Reykjavík: Heimskringla, Háskólaforlag Máls og menningar.
Rannsóknarsamstarf á alþjóðvettvangi
- Harvard University: The Group for the Study of Interpersonal Development (GSID). Áhersla á félagsþroska barna og ungmenna, siðferðiskennd, samskiptahæfni og áhættuhegun, frá 1988
- Evrópskt samvinnunetverkefni: Children's Identity and Citizenship in Europe (CiCe). Áhersla 30 ríkja í Evrópu á borgaravitund ungs fólks og samborgaramennt (Citizenship Education), frá 1998
- Evrópskt rannsóknaverkefni: Teacher Education Addressing Multiculturism in Europe (TEAM), Áhersla á hvernig lönd bregðast við margmenningu í skólum. Þátttökulönd auk Íslands: Frakkland, Grikkland, Pólland og Bretland. 2004-2006
- Harvard University og Facing History and Ourselves: Rannsóknaverkefni: National Professional Development and Evaluation Project (NPDEP), 2005-2010
- Harvard University: The Group for the Study of Teacher Growth in the Humanities (GSTGH), frá 2010. Áhersla er m.a. á þróun uppeldis- og menntunarsýnar kennara og tengsl við ýmsan þroska nemenda og árangur, frá 2010.
Rannsóknarsamstarf á innlendum vettvangi
- Samstarfsfólk á rannsóknarsetrinu Lífshættir barna og ungmenna http://www.rlbu.hi.is/
- Háskóli Íslands, Menntavísindasvið, Steinunn Gestsdóttir dósent
- Háskóli Íslands, rannsóknarsetrið Kennarastarfið og skólaþróun, Hafdís Ingvarsdóttir prófessor og Guðrún Geirsdóttir dósent
- Háskóli Íslands, Heilbrigðisvísindasvið, sálfræðideild, Fanney Þórsdóttir lektor
- Háskólinn á Akureyri, Þóroddur Bjarnason prófessor
Doktorsnemar - Doktorsverkefni
Nemendur sem skrifa doktorsritgerð undir leiðsögn Sigrúnar
- Kristjana Stella Blöndal 2004- Brotthvarf ungmenna úr framhaldsskóla: Langtímarannsókn
- Hiroe Terada 2007- Exploring young children‘s activeness: Interpretation, emotional response, and action choice
- Hrund Þórarinsdóttir 2009-Uppeldissýn foreldra
- Ragný Þóra Guðjohnsen 2009-Sjálfboðaliðstörf ungs fólks
- Eva Harðardóttir 2012 - Borgaravitund ungs fólks
Meistarnemar - Meistaraverkefni
Nemendur sem hafa skrifað MA-ritgerð undir leiðsögn Sigrúnar
Athuga skal að einingar eru í eldra einingakerfi 15e = 30ECTS; 30e = 60 ECTS
- Inga Þóra Ingadóttir. „Ég hef þurft að íhuga margt“: Upplifun ungra feðra af föðurhlutverkinu (30 ECTS). Útskrift október 2011.
- Eygló Rúnarsdóttir. „Maður lærir líka að vera góður“: Sýn unglinga á félagsmiðstöðvar og eigin þátttöku í starfi þeirra (30 ECTS). Útskrift febrúar 2011.
- Kristín Heiða Jóhannesdóttir. Sýn ungmenna á lífsleiknikennslu í framhaldsskólum (30 ECTS). Útskrift júní 2010.
- Ragný Þóra Guðjohnsen. Sýn ungmenna á sjálfboðaliðastarf: Tilviksathugun. Háskóli Íslands (30 ECTS). Útskrift júní 2009.
- Hildur Gróa Gunnarsdóttir. „Við erum hluti af heild“- Tilviksathugun á borgaravitund íslenskra ungmenna. Háskóli Íslands (30 ECTS). Útskrift febrúar 2009.
- Hrund Þórarinsdóttir. Uppeldishlutverk foreldra. Háskóli Íslands (15 einingar 30 ECTS). Útskrift október 2008.
- Ólafur Ingi Guðmundsson. „Kennarinn hefur allt að segja“: Sjónarhorn framhaldsskólanema á samskipti kennara og nemenda. Háskóli Íslands (15 rannsóknarritgerð; 30 ECTS). Útskrift júní 2008.
- Björk Einisdóttir. Breytingar í starfsumhverfi grunnskóla: Upplifun kennara á álagi og ágreiningi. Háskóli Íslands (15 e rannsóknarritgerð; 30 ECTS). Útskrift febrúar 2008.
- Ásdís Hrefna Haraldsdóttir: “Meiri kurteisi – meira bros”: Hugmyndir grunnskólanemenda um góðan kennara. Háskóli Íslands (15 einingar). Útskrift október, 2006.
- Árni Einarsson: "Vorum aldrei spurð" - Sýn barna á skilnað foreldra. Háskóli Íslands (30 einingar). Útskrift febrúar, 2006.
- Guðrún Kjerúlf Árnadóttir: "Faglegt sjálfstraust eykst" – Teymisvinna kennara. Háskóli Íslands (15 einingar). Útskrift febrúar, 2005.
- Sigurlaug Hauksdóttir: “Kynlíf er ekkert grín! Kynfræðsla sem mæður veita unglingum”. Háskóli Íslands (15 einingar). Útskrift júní, 2005.
- Snæbjörn Reynisson. Hvað ungur nemur. Menntun sem fjölskyldusaga (MA verkefi 15 e). Útskrift júní, 2004.
- Kristín Lilja Garðarsdóttir. Depurð og sjálfsmat stúlkna og pilta eftir uppeldisháttum foreldra: Langtímarannsókn (MA verkefi 30 e). Útskrift október, 2003.
- Arnar Þorsteinsson. “Ég man þegar ég hætti í skólanum; það var yndislegt” : Félagsleg eingarun unglinga (MA verkefni 15e). Útskrift febrúar 2003.
- Eyrún María Rúnarsdóttir. “Að skapa vettvang þar sem allir hafa jöfn tækifæri”: Uppeldissýn kennara og umræður í bekkjarstarfi (MA verkefni 30e). Útskrift haust 2002.
- Katrín Friðriksdóttir. Uppeldissýn og lífssaga kennara: Tilviksathugun. (MA verkefni 30e). Útskrift vor 2001.
- Kolbrún Pálsdóttir. Skipulagt hópastarf á leiksskólum. (MA verkefni 30e). Útskrift vor 2001.
- Védís Grönvold. Lengd viðvera í grunnskólum (MA verkefni 25e). Útskrift febrúar 2001.
- Birgir Einarsson. Frá stefnu til starfs: Er menntabreyting óvissuferð? (MA verkefni 30e). Útskrift 2000 (leiðbeinandi ásamt Jóni Torfa Jónassyni prófessor).
- Kristjana Stella Blöndal. Áfengisneysla reykvískra unglinga: Tengsl við félags- og persónuþætti. (MA verkefni 30e). Útskrift vor 1996.
- Vísindaráð Íslands, hug- og félagsvísindadeild 1985-1991, 1993-1997, 2001-2006, 2009-
- Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands frá 1990
- Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands til handa doktorsnemum 2006-
- Kristnihátíðarsjóður 2002-2004
- Fulbrightrannsóknastyrkur sem gistivísindamaður við Harvard University, 1999-2000
- Rannsóknanámssjóður Rannís til handa meistaranemum 1994-1996 og 2000-2002
- Menntamálaráðuneytið 1990, 1998
- Tóbaksvarnanefnd 1998, 2003
- Forvarnasjóður 1998, 2001-2003, 2006, 2009
- Reykjavíkurborg 1997, 2003
- European Commission: Socrates programmes til CiCe frá 1998