Verkefni

Alþjóðleg rannsóknarverkefni

EU4SEAS, The EU and sub-regional multilateralism in Europe’s sea basins: Neighbourhood, Enlargement and Multilateral Cooperation. An FP7 collaborative research project (2009-2011) conducting an analysis of sub-regional multilateralism in the four maritime basins (Baltic, Black, Caspian and Mediterranean), fjármagnað úr 7. rammaáætlun Evrópusambandsins og er undir forystu CIDOB, alþjóðamálastofnunar í Barcelona á Spáni. Markmiðið var að kanna áhrif Evrópusamrunans á svæðisbundið samstarf á jaðarsvæðum ESB. Verkefnið hófst í janúar 2009 og stóð til ársloka 2011. Íslenski hluti verkefnisins var rekinn í gegnum Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og ég er verkefnisstjóri þess hluta.

Global Leadership Project er verkefni undir stjórn prófessors Johns Gerring og Erzen Oncel við Boston University. Markmiðið er að gera upplýsingar um stjórnmálafólk og áhrifavalda í ríkjum heims aðgengileg fræðimönnum. Ég vann upplýsingarnar um íslenska stjórnmálamenn. Verkefnið er fjármagnað af Clinton Global Initiative.

Árin 2007 til 2009 tók ég þátt í verkefninu GIPGAP (Group on International Perspectives on Governmental Aggression and Peace), sem var stjórnað af Kathleen Malley Morrisson, prófessor við Boston University. Ég vann könnun á afstöðu Íslendinga til friðar og ofbeldis af hálfu hins opinbera og skrifaði grein með Michael T. Corgan, dósent við Boston University um niðurstöðurnar. Niðurstöður könnunarinnar í heild er að finna í fjórum heftum, sem gefin eru út undir nafninu State Violence and the Right to Peace: An International Survey of the Views of Ordinary People. Greinin um Ísland er í fyrsta heftinu.