Kennsla
Ég stunda kennslu við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og hef gert frá því haustið 2005. Fyrst um sinn sinnti ég kennslunni samhliða öðrum störfum, en frá því sumarið 2008 hef ég verið í fullu starfi við deildina og sinni þar rannsóknum og kennslu. Ég kenni þrjú skyldunámskeið við deildina. Í grunnnámi kenni ég námskeiðið Alþjóðastjórnmál: Inngangur, sem er kennt á haustmisseri fyrsta árs, en í framhaldsnámi kenni ég Kenningar í alþjóðasamskiptum, og Samningatækni. Bæði námskeiðiðn eru skyldunámskeið í meistaranámi í alþjóðasamskiptum. Að auki leiðbeini ég nemendum með lokaverkefni. Listi yfir slík verkefni er hér, en eins og sjá má eru þau um ansi fjölbreytileg efni.
Auk fastri kennslu við deildina hef ég komið inn í kennslu í hagrænni landfræði, umhverfis- og auðlindafræði, og í námi fyrir leiðsögumenn. Ég hef einnig tekið að mér að leiðbeina BA-nemum í félagsfræði og meistaranemum í umhverfis- og auðlindafræðum og Evrópufræðum, bæði við HÍ og Háskólann á Bifröst.