Heim

Velkomin á heimasíðuna mína. Ég heiti Svanborg Rannveig Jónsdóttir og ég er prófessor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. ORCID  https://orcid.org/0000-0002-8194-0939

Sérsvið mitt er nýsköpunar- og frumkvöðlamennt (NFM). Ég er forstöðumaður RASK (Rannsóknastofu um skapandi skólastarf) og stýri rannsókninni AUSTVEF sem er er í samstarfi við þrjá grunnskóla í Reykjavík og þróunarverkefnið þeirra Austur-Vestur sköpunar og tæknismiðjur. Með mér í verkefninu frá Menntavísindasviði eru Svala Jónsdóttir, Svava Pétursdóttir, Skúlína Hlíf Kjartansdóttir og Torfi Hjartarson.

Skrifstofa: Skipholt 37 (Listgreinahús Mvs) annarri hæð, 105 Reykjavík Vinnusími: 525-5580 Netfang: svanjons@hi.is

SRJ 2016Evrópuverkefni sem ég hef komið að:

Stýri verkefninu Entrepreneurship 360 sem hófst haustið 2019 en fyrsti formlegi fundurinn þar sem við hittumst í eigin persónu var í janúar 2020 á Íslandi. Verkefninu er ætlað að styðja aðila á öllum sviðum ævimenntunar til að efla og styðja þróun, viðurkenningu og löggildingu frumkvöðlahæfniviðmiða í námi alla ævi.

Þátttakandi í Evrópuverkefninu MakEY. Verkefnið snerist um Börn og notkun stafrænna miðla - heima og í nýsköpunarsmiðjum eða gerverum (e. makerspaces).
Menntavísindasvið Háskóla Íslands tók þátt í Evrópuverkefninu MakEY (Makerspaces in the early years: Enhancing digital literacy and creativity). Sjá http://makeyproject.eu/ og http://skrif.hi.is/rannum/rannsoknir/makey/ .
 Um er að ræða samstarfsverkefni fjölmargra háskóla og stofnana innan Evrópu og utan undir forystu Sheffield University í Bretlandi. Nokkrar íslenskar stofnanir taka þátt í verkefninu ásamt Menntavísindasviði HÍ (HA, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og RG Menntaráðgjöf/INNOENT).

Leiddi Evrópuverkefnið PEAT-EU (Practical Entrepreneurial Assessment Tool for Europe) sem snerist um að þróa námsmat í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Verkefnið hófst í október 2016 og stóð til hausts 2018. Meginafurðir verkefnisins eru aðgengilegar á http://entreassess.com

Ég var fulltrúi Háskóla Íslands, Menntavísindasviðs í verkefninu Find your inner inventor sem Tækniháskólinn í Ostrava TECHNICKA UNIVERZITA OSTRAVA í Tékklandi stýrir (2016-2019).

Fulltrúi Menntavísindasviðs í evrópska samstarfsverkefninu ADEPTT sem gekk út á að búa til kennslulíkan/námskeið fyrir kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Löndin  sem áttu fulltrúa í verkefninu eru: Spánn, Portúgal, Flanders, Þýskaland, Wales, Noregur og Ísland. Verkefninu lauk í nóvember 2013  og námskeiðslíkanið var birt í skýrslu um verkefnið.

     

Rannsóknaviðfangsefni: samGETA, skapandi skólastarf, nýsköpunar- og frumkvöðlamennt, leiðsögn meistaranema, kennsla í skóla án aðgreiningar og námskrárþróun.

Samstarfsverkefni í rannsóknum

  • MakEY MakEY (Makerspaces in the early years: Enhancing digital literacy and creativity)
  • RASKA 2, samstarfsrannsókn list- og verkgreinakennara á fjórum skólastigum  2016-2018.
  • Sameiginleg hópleiðsögn meistaranema. Rannsókn á þróun hópleiðsagnar meistaranema ásamt Karen Rut Gísladóttur og Hafdísi Guðjónsdóttur. Sem hluti af stöðugri þróun í starfi okkar beitum við aðferðum starfstengdrar sjálfsrýni (e. self-study) til að skilja þróun okkar og hvetja okkur til að bæta okkur sem leiðbeinendur.
  • SAM-GETA (CTE – Collective teacher efficacy in a changing world). Rannsókn í íslenskum skólum frá  2010 – 2016. Gengið frá lokaskýrslum 2018.
  • Rannsókn á þróun kennaranámskeiðs um kennslu í skóla án aðgreiningar ásamt Karen Rut Gísladóttur og Hafdísi Guðjónsdóttur.

Eldri samstarfsverkefni:

  • RASKA 1, samstarfsrannsókn kennara í hefðbundnum kennslugreinum á fjórum skólastigum um sköpun í skólastarfi 2013-2015
  • Rannsókn á þróun NFM á Fljótsdalshéraði með Rósu Gunnarsdóttur.
  • Lifum, leikum, lærum á vegum RannUng.
  • Rannsókn á nýsköpunar- og frumkvöðlamennt á framhaldsskólastigi í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð - skýrsla 2013.
  • Náttúrufræði og tæknimenntun - vilji og veruleiki. Rannsókn á náttúrufræðimenntun í íslenskum skólum.  Þátttakandi frá hausti 2006.
  • GETA til aðgerða - menntun til sjálfbærni. Rannsókn um þróun  menntunar til sjálfbærni í íslenskum skólum 2008-2010.