Um mig
Ég fæddist í Fljótum í Skagafirði árið 1953. Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1973 og kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands 1978. Ég starfaði sem grunnskólakennari frá 1978 til 2005 við Ásaskóla, sem síðar varð Gnúpverjaskóli, Brautarholts- og Gnúpverjaskóli og heitir nú Þjórsárskóli. Ég var í stjórn Kennarafélags Suðurlands um árabil, í stjórn ITC Jóru á Selfossi, í stjórn FÍKNF (Félags íslenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt) og í stjórn Félags doktorsnema við Kennaraháskóla Íslands.
Ég lauk meistasraprófi í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands árið 2005 og hét lokaverkefni mitt Ný námsgrein verður til. Nýsköpunarmennt í grunnskóla. Ég lauk doktorsnámi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í desember 2011 og heitir doktorsverkefni mitt The location of innovation education in Icelandic compulsory schools.
Ég tók þátt í rannsókninni Vilja og veruleika um náttúrufræði- og tæknimenntun í íslenskum skólum, GETU rannsóknarverkefninu um menntun til sjálfbærni og er þátttakandi í rannsókninni CTE um sameiginlega getu kennara til að takast á við kröfur í nútíma skólastarfi.
Ég er gift Valdimari Jóhannssyni bónda á Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi og eigum við fimm börn, Jóhann, Bryndísi, Önnu Sigríði, Jón Einar og Auði Gróu og fjóra dóttur- og sonarsyni, Valdimar, ívar Dag, Kristófer Loga og einn ónefndan.