Handleiðsla og andmæli

Doktorsritgerðir

Ég er í doktorsnefnd Einars Einarssonar (sagnfræði, leiðbeinandi: Guðmundur Hálfdanarson), Jonasar Koesling (íslenskar bókmenntir, leiðbeinandi: Emily Lethbridge), Kristínar Önnu Hermannsdóttur (almenn bókmenntafræði, leiðbeinandi: Gunnþórunn Guðmundsdóttir) og Magneu J. Matthíasdóttur (þýðingafræði, leiðbeinandi: Gauti Kristmannsson).

Ég var í doktorsnefnd Johnny F. Lindholm sem varði doktorsritgerð sína, Sandheds Veje: Lutherske Strejflys over Ólafur Jónsson á Söndums Digtning, við Háskóla Íslands 29. apríl 2022 (leiðbeinandi: Margrét Eggertsdóttir).

Ég var í doktorsnefnd Helgu Birgisdóttur sem varði doktorsritgerð sína, Saga Nonna: Ímyndir og aðdráttarafl í Nonnabókum Jóns Sveinssonar, við Háskóla Íslands 16. nóvember 2021 (leiðbeinandi: Dagný Kristjánsdóttir).

Ég var í doktorsnefnd Katelin Marit Parsons sem varði doktorsritgerð sína, Songs for the End of the World. The Poetry of Guðmundur Erlendsson of Fell in Sléttuhlíð, við Háskóla Íslands 27. nóvember 2020 (leiðbeinandi: Margrét Eggertsdóttir).

Ég var andmælandi Atla Antonssonar sem varði doktorsritgerð sína, Kvika þjóðarinnar. Þættir úr menningarsögu íslenskra eldgosa frá átjándu öld til okkar daga, við Háskóla Íslands 24. júní 2024 (leiðbeinandi: Guðni Elísson).

Ég var andmælandi Simons Halink sem varði doktorsritgerð sína, Asgard Revisited. Old Norse Mythology and Icelandic National Culture 1820–1918, við háskólann í Groningen 11. október 2017 (leiðbeinendur: C.W. Bosch og J.T. Leerssen).

Ég var í doktorsnefnd Kristínar Bragadóttur sem varði doktorsritgerð sína, Íslenskar bækur erlendis. Bókasöfnun Willards Fiskes (1831–1904), við Háskóla Íslands 16. júní 2017 (leiðbeinandi: Már Jónsson).

Ég var andmælandi Þórunnar Sigurðardóttur sem varði doktorsritgerð sína, Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld, við Háskóla Íslands 7. mars 2014.

Ég var leiðbeinandi Kristjáns Jóhanns Jónssonar sem varði doktorsritgerð sína, Heimsborgari og þjóðskáld. Um þversagnakennt hlutverk Gríms Thomsen í íslenskri menningu, við Háskóla Íslands 21. september 2012.

Ég var í doktorsnefnd og andmælandi Fern Nevjinsky sem varði doktorsritgerð sína, Désir et passion dans l’œuvre dramatique de Jóhann Sigurjónsson, við Háskóla Íslands 11. september 2009 (sameiginleg doktorsgráða frá Sorbonneháskóla í París).

Ég var formaður dómnefndar og andmælandi Sveins Einarssonar sem varði doktorsritgerð sína, A People’s Theatre Comes of Age. A Study of the Icelandic Theatre 1860–1920, við Háskóla Íslands 25. nóvember 2006.

M.A.-ritgerðir undir minni handleiðslu

Aðalbjörg Bragadóttir: „Þetta land skamma stund bjó mér stað. Ég er strá í þess mold. Ég er það.“ Um sérstöðu ljóðagerðar Kristjáns Einarssonar frá Djúpalæk (maí 2009).

Ásta Sigurjónsdóttir: „Sökkvist heljar hundur.“ Þrír Jónar, djöfullinn og hugmyndaheimur lúterskunnar á 17. öld (janúar 2014).

Ásta Svanhvít Sindradóttir: Margur er knár þótt hann sé smár. Smásögur Ástu Sigurðardóttur í bókmenntakennslu (september 2020).

Dröfn Jónasdóttir: Saga ljóðakennslu í grunnskólum frá 1901 til 2014 (maí 2014).

Erna Guðrún Árnadóttir: Eldklerkurinn. Séra Jón Steingrímsson (maí 2023).

Guðbjörn Sigurmundsson: Sigfús Daðason og umheimurinn (september 2013).

(Meðleiðbeinandi, en aðalleiðbeinandi var Margrét Eggertsdóttir): Harpa Hreinsdóttir: Ljóðabréf Bjarna Gissurarsonar í Lbs 838, 4to (maí 2007).

Helga Birgisdóttir: Þegar neglt var fyrir sólina, kríurnar rötuðu ekki heim og einn maður átti sér draum. Vistrýni og verk Andra Snæs Magnasonar (maí 2007).

(Leiðbeinandi ásamt Eiríki Rögnvaldssyni): Helgi Kristinn Grímsson: Liljur og lúpínur vallarins. Athugun á máli og stíl Nýja testamentisins í biblíuútgáfunni 2007, með hliðsjón af biblíuútgáfunni 1981 og eldri útgáfum (janúar 2017).

Jónína Guðmundsdóttir: Að leita sér staðar á ljóðvegum. Um staðarljóð Jónasar Hallgrímssonar, Snorra Hjartarsonar og Hannesar Péturssonar (maí 2010).

Ragnheiður Harpa Leifsdóttir: Stilling. Ljóðahandrit (maí 2017).

Sigríður Egilsdóttir: Skáldskapurinn í náttúrunni. Birtingarmyndir náttúrunnar í nokkrum skáldsögum Halldórs Laxness (maí 2011).

Sigríður Ólöf Þóra Sigurðardóttir: „...ég lifði í löngunarfullum og endalausum draumum.“ Um birtingarmyndir sjálfsins í sjálfsævisögulegum skrifum Benedikts Gröndals (maí 2011).

Sigurlín Bjarney Gísladóttir: Jarðeldar og Hekla í náttúrusýn 17. aldar. Hugarfarskönnun (maí 2015).

(Leiðbeinandi ásamt Ármanni Jakobssyni): Stefanía Pálsdóttir: Tvö smíði: Ljóðverkið Blýhjarta og sveigurinn Skyggnur (maí 2020).

Valur Snær Gunnarsson: Klofið land, klofið sjálf. Leonard Cohen og leitin að kanadískri bókmenntahefð (maí 2012).

Þorsteinn Árnason Surmeli: Í hjáverkum teiknað. Um myndir við Njálu í sagnahandriti frá 19. öld (maí 2013).

Þorsteinn G. Þorsteinsson: Tveggja heima sýn. Ljóðagerð fjögurra skálda frá sjálfstæðisbaráttu til alþingishátíðar (maí 2010).

B.A.-ritgerðir undir minni handleiðslu

(10 einingar nema annað sé tekið fram)

Alda Björk Guðmundsdóttir: Íslensk tímaritaútgáfa á 18. og 19. öld. Efnistök fjögurra tímarita skoðuð (maí 2003). Ritgerðin fjallar um bókmenntaefni í Ritum Hins íslenska lærdómslistafélagsFjölniNorðurfara og Nýjum félagsritum.

Arnór Hauksson: Slappaðu af. Dægurlagatextar Þorsteins Eggertssonar (maí 2002).

Árni Bergþór Steinarsson: Trúarhugmyndir og spíritismi í íslenskum nútímabókmenntum (maí 2006).

Ásdís Helga Óskarsdóttir: „Ég er vængstýfður fugl.“ Um náttúrusýn í ljóðum Erlu – Guðfinnu Þorsteinsdóttur (maí 2015).

Ástrós Hind Rúnarsdóttir: „Það er svo kalt að kúra í jörð.“ Ást, dauði og berklar í ljóðum Ólafar Sigurðardóttur frá Hlöðum (maí 2024).

Berglind Steinsdóttir: Er kímni gáfa? Athuganir á fyndni og hvernig hún nýtist Hvunndagshetju Auðar Haralds (september 1994).

Elísabet H. Einarsdóttir: „Nú er í Dritvík daufleg vist.“ Þróun íslenskra sjómannaljóða frá 930–2006 (september 2006).

Guðbjörg Lilja Pétursdóttir: Náttúruljóð Steingríms Thorsteinssonar. Um hafið, sveitina og háfjöllin (maí 2006).

Guðbjörg Sigurgeirsdóttir: Dægurlög um sjómenn. Frá danstónlist til baráttusöngva (maí 2007).

Guðmundur Friðbjarnarson: „Þó að æviárin hverfi.“ Um dægurlagatexta Jónasar Árnasonar (janúar 2014).

Guðrún Brjánsdóttir: „Einhvers staðar á milli Schuberts og Sigvalda Kaldalóns.“ Um sögu og eðli íslenskra einsöngslaga (maí 2018).

Hafþór F. Sigmundsson: Eitthvað mun hann Eggert minn svamla. Viðtökur og mynd Eggerts Ólafssonar í ljóðum skálda á 18. og 19. öld (maí 1995).

Hans Orri Kristjánsson: Death, Travel and Pocahontas. The imagery on Neil Young’s album Rust Never Sleeps (september 2008).

Haukur Þorgeirsson: Gunnarsslagur og Valagaldur Kráku. Eddukvæði frá 18. öld (september 2008). (20 eininga ritgerð.) Ritgerðin hlaut verkefnastyrk FS og var eina ritgerðin í HÍ sem hlaut þá viðurkenningu haustið 2008.

Helga Guðrún Eysteinsdóttir: „Því skal helguð ást vor öll ættarjörð og feðratungu.“ Frumort ljóð og þýðingar Bjarna frá Vogi í ljósi rómantíkur og þýskrar menningar (febrúar 2016).

Helga Kristín Gilsdóttir: Augun, tárin og flísin. Mennskan og mörk hennar í þremur skáldsögum Sjóns (maí 2011).

Hjálmar Benónýsson: Hrakningar á fjöllum. Háleit orðræða í sögunum Aðventu og Harmi englanna (september 2023).

Hlíf Ingibjörnsdóttir: Ísland, staður í bók. Hugmyndin um Ísland í textum Giacomo Leopardi, Giorgio Manganelli og Valeria Viganò (maí 2010).

Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson: „Þú vaknar morgun einn og sér til veðurs.“ Um veðurfar í ljóðum Jóns Óskars (maí 2018).

Hugrún Lind Hafsteinsdóttir: „Ó sól! Ég til þín flý.“ Birtingarmyndir náttúrunnar í ljóðum Helgu Sigurðardóttur frá Malarási (janúar 2021).

Hugrún Ragnarsdóttir: Fjórar greinar. Um bókabörn í Vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar (maí 2023).

Inga Lóa Hannesdóttir: „...Heimsins bezti staður“. Skáldabærinn Hveragerði (janúar 2004).

Katrín Jakobsdóttir: Glæpurinn sem ekki fannst. Saga og þróun íslenskra glæpasagna (september 1999). Ritgerðin var gefin út sem 4. ritið í ritröðinni Ung fræði á vegum Bókmenntafræðistofnunar H.Í. 2001.

Katrín Alfa Snorradóttir: Reyni að brosa. Um skáldskap Evu Hjálmarsdóttur frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði (maí 2021).

Kjartan Glúmur Kjartansson: Líf, dauði og rómantík (maí 2004).

Kristín Arna Hauksdóttir: Týndi sonurinn. Náttúrugerðar kvenímyndir og sjálfsleit í ljóðum Davíðs Stefánssonar (maí 2002).

Kristín Þórarinsdóttir: „Og líf mitt stóð kyrrt eins og kringlótt smámynt.“ Líf og listsköpun Steins Steinarr á tilurðarárum Tímans og vatnsins (maí 2005). (20 eininga ritgerð.) Grein sem unnin var upp úr ritgerðinni birtist í vorhefti Skírnis 2008.

Kristmundur Guðmundsson: Og upp rísa iðjagrænir Fræbbblar. Um orðræðu íslenska og breska pönksins (maí 2008).

Lára Halla Sigurðardóttir: Þú æskuskari á Íslands strönd. Um æskulýðssöngva og sálma sr. Friðriks Friðrikssonar (janúar 2013).

Lilja Dögg Eldon: Sumar í sveit. Þroskasaga og sveitasæla í Svaninum (maí 2003).

Linda Ásdísardóttir: Álfar, fjöll og menn. Háleit sýn í bókinni Íslendingar (maí 2005). Grein sem unnin var upp úr ritgerðinni birtist í hausthefti Skírnis 2005.

Líney Gylfadóttir: „Ég er sá sem les í ljóðin.“ Textagerð þungarokkssveitarinnar Skálmaldar (janúar 2018).

Magnús Orri Aðalsteinsson: „Næturnar í Keflavík þær sitja enn í mér.“ Um sérstöðu ljóða og ljóðheims kef LAVÍKur (apríl 2024).

Magnús Már Magnússon: Hið skáldlega, hið nákvæma og Erlendur: Samanburður á skrifum Halldórs Laxness og Þórbergs Þórðarsonar um Erlend í Unuhúsi (maí 2024).

Olga Alexandersdóttir Markelova: Samspil gamallar og nýrrar hefðar í kveðskap Megasar (maí 2004). Ritgerðin birtist á rússnesku í tímaritinu Text i context 2004 (http://poetics.nm.ru). Grein sem unnin var upp úr ritgerðinni birtist í Tímariti Máls og menningar 2005.

Ragnheiður Davíðsdóttir: Kvennasögur. Samanburður á Þórubókum Ragnheiðar Jónsdóttur og Karitasbókum Kristínar Marju Baldursdóttur (maí 2013).

Ragnhildur Þrastardóttir: Frá Rottweiler hundum til Reykjavíkurdætra. Um birtingarmyndir kvenna í íslensku rappi (maí 2019).

Sigríður G. Pálmadóttir: Síðasta þjóðskáldið. Líf og list Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi (maí 2005).

Sigríður Theódóra Pétursdóttir: „Hún var sjaldan kölluð ,skáldkona‘ ... Hún var frú Theodora.“ Um skáldskap Theodoru Thoroddsen (maí 2010).

Sigurbjörg Rún Jónsdóttir: Undan pilsfaldinum. Um ást og ástleysi í ljóðum íslenskra kvenna (maí 2004).

Silja Hrund Barkardóttir: Gandreið – „girnilegri til fróðleiks en heilnæmis, sem eplið Evu“ (janúar 2004). 20 eininga ritgerð sem fjallar um 17. aldar ritið Gandreið eftir Jón Daðason á Arnarbæli.

Solveig Brynja Grétarsdóttir: Eg skal kveða um eina þig. Um ástarljóð Páls Ólafssonar (janúar 2004). Grein sem unnin var upp úr ritgerðinni birtist í Mími 2007.

Snorri Másson: Karnivalísk sendibréf bréfaskáldsins Konráðs Gíslasonar árin 1837–1844 (20 einingar, maí 2020).

Stefanía Helga Skúladóttir: Segðu mér söguna aftur... Sögulegt yfirlit yfir íslensku smásöguna á 19. og 20. öld (maí 2004).

Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir: „Allt er verbalt.“ Um notkun tungumálsins í íslensku rappi (maí 2006). Grein sem unnin var upp úr ritgerðinni birtist í Mími 2007.

Valur Gunnarsson: „Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri.“ Pólitíkin og pönkið (janúar 2010). (20 eininga ritgerð.)

Kendra Jean Willson: Jónas og Hlébarðinn. Ljóðstafir og viðtökur ljóðaþýðinga (maí 2007). Grein sem unnin var upp úr ritgerðinni birtist í Jóni á Bægisá 2008.

Þorsteinn Mar Gunnlaugsson: Í forgarði vítis. Er Sælir eru einfaldir gotnesk hrollvekja? (september 2003).

Þórunn Kristjánsdóttir: „Fýsir oft eyrun illt að heyra.“ Um gróteskar birtingarmyndir Grýlu í þremur kvæðum frá 17. öld (september 2007).