Ég lauk stúdentsprófi (Náttúrufræðideild I) frá Menntaskólanum í Reykjavík 1979, B.A.-prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands 1984, meistaraprófi í skoskum bókmenntum frá háskólanum í St. Andrews 1992, meistaraprófi í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands 1993 og doktorsprófi í íslenskum bókmenntum frá sama skóla 2000. Auk þess lauk ég prófi í uppeldisfræði til kennsluréttinda frá Háskóla Íslands 1993.