Stjórnun

Stjórnarformaður Bókmennta- og listfræðastofnunar 2017–2020 og gegndi einnig starfi forstöðumanns stofnunarinnar 2006–2008. Forseti Íslensku- og menningardeildar 2014–2016. Fulltrúi Hugvísindasviðs í stjórn meistara- og doktorsnáms í umhverfis- og auðlindafræði 2013–2023 og fulltrúi sviðsins í sjálfbærni- og umhverfisnefnd 2012–2015. Formaður kennslunefndar Hugvísindasviðs 2009–2014 og átti þá einnig sæti í kennslumálanefnd háskólaráðs. Námsbrautarformaður íslensku 2012–2013. Seta í framhaldsnámsnefnd Íslensku- og menningardeildar 2019–2021.