Ég heiti Þuríður Jóna Jóhannsdóttir og er fædd á Dalvík 12. febrúar 1952. Ég tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1972, B.A. próf í íslensku og félagsfræði 1978 frá Háskóla Íslands, diplóma í kennslufræði 1990 frá HÍ og M.Ed. próf í uppeldis- og menntunarfræðum árið 2001 frá Kennaraháskóla Íslands og doktorsprófi í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands árið 2010.
Ég var íslenskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð frá 1979-1998 og sérfræðingur við Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands árin 2002-2005 með rannsóknir á áhrifum upplýsinga- og samskiptatækni á nám og kennslu sem meginviðfangsefni. Árið 2006varð ég lektor við Kennaraháskóla Íslands, síðar Menntavísindasvið Háskóla Íslands, dósent frá 2013–2019 og prófessor frá 2019. Frá 2014-2018 var ég formaður námsbrautarinnar Kennslufræði framhaldsskóla og háskóla, sem frá 2018 varð Kennslufræði framhaldsskóla.
Maðurinn minn er Þórólfur H. Hafstað jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum. Dætur okkar eru Ásdís spænskukennari í framhaldsskóla og Hrafnhildur grunnskólakennari. Barnabörnin fjögur heita Ronja, Hugi, Embla Rebekka og Þórólfur Magni.