Heimsóknir og samstarf við erlenda fræðimenn

Erlendir fræðimenn sem ég hef fengið til landsins

2012

Judith Suissa                                                                                                                             Dr Suissa var aðalfyrirlesari á ráðstefnu FUM, Félags um menntarannsóknir, sem haldin var í mars árið 2012  Heitið á erindi hennar var "Shifting notions of 'ethical' in parenting and   schooling" Dr. Suissa er prófessor í  heimspeki menntunar  við Institute of Education University of London.

2011                                                                                                       

Christopher Branson

Dr. Branson var einn af fjórum aðalfyrirlesurum á ráðstefnu ENIRDELM samtakanna sem var haldin í samstarfi við Menntavísindasvið á 20 ára afmæli samtakanna og um leið á afmælisári HÍ haustið 2011. Branson var þá  prófessor í menntastjórnun við Háskólann í Way-cat-toe, á Nýja Sjálandi.

Marianne Coleman (sjá einnig aftar)

Dr. Coleman var einnig einn af að fjórum aðalfyrirlesurum á ráðstefnu ENIRDELM samtakanna sem var haldin árið 2011. Heitið á erindi hennar var: Educational Leadership for Diversity and Social Justice: Implications for Ethical Practice. Coleman er Emeritus Reader í menntastjórnun við Institute of Education, University of London og var aðstoðar rektor yfir rannsóknarsviði stofnunarinnar á árunum 2004 - 2007.

2010                                                                                                                                       Megan Crawford

Dr. Crawford, var aðalfyrirlesari á ráðstefnu FUM, Félags um menntarannsóknir, árið 2010. Hún var þá dósent við the Institute of Education, University of London, Heitið á hennar fyrirlestri var: Crossing the divide-understanding where educational research and practice meet.

2008                                                                                                                               Marianne Coleman

Haustið 2008 kom Dr. Marianne Coleman til Íslands og kenndi þá á ýmsum námskeiðum, svo sem valnámskeiði um fjölmenningu og stjórnun í umsjón Hönnu Ragnarsdóttur,  námskeiðinu Konur og stjórnun menntastofnana, í minni umsjón, Leiðtogar í skóla án aðgreiningar í umsjón Hafdísar Guðjónsdóttur og Stjórnun og forysta í umsjón Barkar Hansen. Dr. Coleman hefur rannsakað störf stjórnenda í Bretlandi og Wales í áratugi og lagt sérstaklega áherslu á kynjavíddina í sínum rannsóknum en einnig á hlutverk stjórnenda í fjölmenningingarlegu skólaumhverfi. Hún hefur skrifað mikinn fjölda greina og bóka, bæði ein og með öðrum.

2000-2008                                                                                                                           Thomas J. Sergiovanni
Árið 2003 hafði ég milligöngu um að fá til landsins kennarann og fræðimanninn Thomas J. Sergiovanni. Hann hélt tvö námskeið í Kennaraháskólanum fyrir stjórnendur skóla í ágúst. Sergiovanni er einn þekktasti nútíma sérfræðingur á sviði skólastjórnunar og hafa bækur hans verið lagðar til grundvallar kennslu í stjórnunarnámi framhaldsdeildar nánast frá upphafi. Thomas var einn af mínum aðalkennurum þegar ég nam stjórnunarfræði við University of Illinois í kringum 1980 en hefur síðustu ár verið Lillian Radford prófessor í menntastjórnun við Trinity háskólann í San-Antoniou í Texas. Hann er einnig virkur þátttakandi í ráðstefnum um gildi og skólastarf sem ég hef sótt til Kandada og Bandaríkjanna og getið er í þessari umsókn.

Peter Earley
Árið 2002 hafði ég milligöngu um að Peter Earley, prófessor við Institute of Education í London,  kæmi og héldi erindi á aðalfundi Skólastjórafélags Íslands á Akureyri í nóvember sama ár. Earley hefur í mörg ár rannsakað breska inspektorakerfið og skrifað um það bækur og greinar. Hann hefur einnig stundað rannsóknir og skrifað bækur um skólastjórnun.

Anne Gold
Á árunum 2004-2008 kom Anne Gold, fyrir atbeina minn, þrisvar sinnum til Íslands og kenndi með Ólafi H. Jóhannssyni á námskeiðinu Millistjórnendur. Þessi námskeið hafa verið afar vel sótt og gott orð farið af kennslunni. Anne var leiðbeinandi minn þegar ég var við nám í London 1997-1998 og hefur kennt og stundað rannsóknir við Institute of Education í áratugi. Hún var áður kennari og millistjórnandi með áherslu á nemendur með sérþarfir. Hún hefur skrifað greinar og bækur um stjórnun og kyngervi og um millistjórnendur.

Samstarfsverkefni

Frá haustinu 2009 hef ég verið stjórnarmaður í ENIRDELM samtökunum (European Network for Improving Research and Development in Educational Leadership and Management). Haustið 2010 tók ég við formennsku í þessum samtökum og fer með forsjá þeirra framyfir næstu ráðstefnu.  Á næsta ári eiga samtökin 20 ára afmæli og þá verður ráðstefnan haldin á Íslandi í samstarfi við Menntavísindasvið á afmælisári HÍ. Þessi samtök beina athyglinni að rannsóknum á stjórnun uppeldis- og menntastofnana. Félagar koma úr röðum fræðimanna við háskóla þátttökulandanna en einnig af vettvangi grunnskóla og úr stjórnsýslu sveitarfélaga og ráðuneyta.

Ég er einnig virkur þátttakandi í hópi fræðimanna og starfenda sem helga sig rannsóknum á gildum og siðferðilegum þáttum forystu og stjórnunar (values and leadership). Ég hef sótt tvær ráðstefnur um þetta efni, aðra í Pennsylvaniu og hina í Kanada og flutt erindi á málstofum. Í kjölfarið var mér boðið af Paul Begley við State College, Pennsylvania, að taka þátt í sameiginlegu átaki nokkurra fræðimanna um að gefa út sérstakt hefti á vegum tímaritsins Educational Management, Administration and Leadership, EMAL, undir ritstjórn Tony Bush, sem helgað var þemanu forysta og gildum. Ég hef haldið sambandi við þennan hóp og  hitti hann í september sl. á ráðstefnu um forystu og gildi í Umeå í Svíþjóð (15th Annual Leadership and Ethics Conference). Á þeirri ráðstefnu var ég með erindi á málstofu.

2001-2003
Á árunum 2001-2003 tók ég, fyrir hönd KHÍ,  þátt í fimm landa (Tékkland, England, Slóvenía, Ísland og Ítalía) Evrópusamstarfi stofnana á háskólastigi. Um var að ræða Comeniusarverkefni sem bar heitið Intercultural competencies towards interactive professonalism. A challenge for leadership training. Markmiðið var að þróa nýjar leiðir við símenntun stjórnenda þar sem athyglinni var beint að stjórnun breytinga, umbótastarfi og mati á gæðum í skólastarfi.

Febrúar 2003: Samstarfsfundur í Kennaraháskólanum. Ég skipulagði þennan fund í Kennaraháskólanum þar sem tíu manna stýrihópur undirbjó Evrópunámskeið sem boðið var í Prag um haustið. Það námskeið sóttu m.a. skólastjórar og kennarar frá Íslandi. Á lokaárinu var vinnuferlið  eftirfarandi:

September 2003: Samstarfsfundur í Prag
Nóvember 2003: Kennsla um sjálfsmat skóla á námskeiðinu Lead the Change-Raise the Quality of Your School sem haldið var í Prag. Námskeiðið var hluti af Comeniusarverkefninu.

1999-2001
IPWEM, International Programme for Women in Educataional Management. Þetta var þriggja ára fjölþjóðlegt Socrates verkefni (Comenius 3.1) sem ég tók þátt í ásamt tveim öðrum íslenskum þátttakendum og var tengiliður Íslands við stýrihóp verkefnisins. Markmiðið með verkefninu var að efla kvenstjórnendur við menntastofnanir þátttökulanda þannig að þær væru betur í stakk búnar til að halda námskeið fyrir konur innan menntageirans hver í sínu landi.  Haldið var 7  daga námskeið fyrir þátttakendurí Heinola í Finnlandi sumarið 2000.  Stýrihópurinn hittist á Íslandi sumarið 2002 til að vinna umsókn að framhaldsstyrk fyrir verkefnið og skipulagði ég þann vinnufund í Kennaraháskólanum, núverandi Menntavísindasviði. Í kjölfarið héldum við Arna H. Jónsdóttir námskeiðið Konur og stjórnun 12. -15.  júní 2001 og byggðum það á þeim grunni sem lagður  var á IPWEM námskeiðinu.

2001
Erindi um sjálfsmat skóla í boði Masaryk University í Brno Tékklandi, 8. mars.

Tvö erindi um sjálfsmat skóla fyrir Fræðsluskrifstofuna í Helsinki (City of Helsinki, Education Department of Education) 15. október.