Katrín Halldórsdóttir varði ritgerð sína

Arnar Pálsson, 30/05/2016

Ég naut þeirra forréttinda að vera formaður doktorsnefndar Katrínar Halldórsdóttur, sem varði ritgerð sína í líffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, þann föstudaginn 29. apríl síðastliðinn. Heiti verkefnisins er: Náttúrlegt val og tegundamyndun í þorski og skyldum þorskfiskum (Natural selection and speciation in Atlantic cod and related cod-fish).

Andmælendur voru dr. Matthew W. Hahn, prófessor við líffræðideild Háskólans í Indiana, Bloomington, Bandaríkjunum, og dr. Michael Matschiner, rannsóknamaður við miðstöð rannsókna í vistfræði og þróunarfræði, við lífvísindadeild Óslóarháskóla.

Auk mín sátu í doktorsnefnd dr. Pétur Henry Petersen, dósent við Læknadeild Háskóla Íslands, og dr. Helga M. Ögmundsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.

Dr. Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent og deildarforseti Líf- og umhverfisvísindadeildar, stjórnaði athöfninni.