Katrín Halldórsdóttir varði ritgerð sína

Ég naut þeirra forréttinda að vera formaður doktorsnefndar Katrínar Halldórsdóttur, sem varði ritgerð sína í líffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, þann föstudaginn 29. apríl síðastliðinn. Heiti verkefnisins er: Náttúrlegt val og tegundamyndun í þorski og skyldum þorskfiskum (Natural selection and speciation in Atlantic cod and related cod-fish).

Andmælendur voru dr. Matthew W. Hahn, prófessor við líffræðideild Háskólans í Indiana, Bloomington, Bandaríkjunum, og dr. Michael Matschiner, rannsóknamaður við miðstöð rannsókna í vistfræði og þróunarfræði, við lífvísindadeild Óslóarháskóla.

Auk mín sátu í doktorsnefnd dr. Pétur Henry Petersen, dósent við Læknadeild Háskóla Íslands, og dr. Helga M. Ögmundsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.

Dr. Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent og deildarforseti Líf- og umhverfisvísindadeildar, stjórnaði athöfninni.

Um Arnar Pálsson

Arnar Palsson received his bachelor and Masters degrees from University of Iceland and Ph.D. from the Department of Genetics at North Carolina State University. He worked as post-doctoral fellow at the Department of Ecology and Evolution, University of Chicago.
Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.