Viðtal vegna Nóbelsverðlauna Jennifer A. Doudna og Emmanuelle Charpentier 2020, birtist í Fréttablaðinu.
Arnar Pálsson er prófessor í lífupplýsingafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann segir mikilvægt fyrir vísindasamfélagið að svo öflugar konur hljóti viðurkenningu. „Aðferðin sem Charpentier og Doudna þróuðu hefur nú þegar umbylt rannsóknum í líffræði og skyldum greinum. Nú er hægt að breyta erfðasamsetningu frumna og lífvera á mun nákvæmari og skilvirkari hátt en áður. Eldri aðferðir til að breyta erfðasam setningu voru ónákvæmar og seinvirkar, og þurftu að vera útfærðar fyrir hverja lífveru sérstaklega með miklum tilkostnaði. Aðferð Charpentier og Doudna er mun sveigjanlegri og hægt að nýta á margar ólíkar lífverur og frumulínur. Möguleikarnir eru í raun óendanlegir, sem eðlilega vekur upp spurningar um hvaða möguleika við eigum að nýta og hverjum að hafna. Við, mannkynið allt, þurfum að gæta að því að nota aðferðina af skynsemi og varkárni. Í rannsóknunum sínum fóru þær frá einföldum grunnrannsóknum, á RNA-strengjum í örverum, yfir í þróun nýrrar aðferðar og verkfæris sem nýtist mjög víða. Þetta er dæmi um ófyrirsjá anleikavísinda, og röksemd fyrir því að styðja grunnrannsóknir, hversu fáránlegar sem þær virka fyrir þeim sem hugsa eingöngu um gróða, seldar einingar eða að stemma af bókhald. Það er ákaflega mikilvægt fyrir vísindasamfélagið að svona öflugar konur hljóti viðurkenningu. Vísindin hafa verið full karllæg og íhaldssöm, og við fögnum því að Charpentier og Doudna skuli hafa fengið verðlaunin. Þau eru hvatning öllum sem eru að stunda grunnrannsóknir á kynjum og sérkennum lífríkisins og líka konum og körlum sem vonast til að kynjamismunun verði úthýst úr vísindum og að allir, óháð kyni, uppruna og aðstöðu, fái viðurkenningu fyrir uppgötvanir og góð verk.“
Fréttablaðið - 218. tölublað (10.10.2020) - Tímarit.is
Sorry this part has not been translated
Stór hópur sníkjuvespa hafa gert það ómögulega, komið böndum á veirur sem sýktu þær og hagnýt sér til framdráttar.
Sníkjuvespur verpa eggjum í lirfur annara skordýra, og nærast afkomendur þeirra á holdi hýsilsins og klekjast þaðan út þegar þroskanum lýkur. Eins og í alltaf þegar hýsill og sníkill/smitvaldur takast á verður samþróun á milli þeirras, sem er best lýst sem vopnakapphlaupi. Hýsillinn þróar varnir, og sníkillinn tæki til innrásar og mótleiki við vörnunum. Í tilfelli sníkjuvespa eru veirur hluti af þessu vopnabúri. Þær bera í erfðaefni sínu afrit af genum fornra veira, sem eru síðan virkjuð í kynkirtlum kvendýranna áður en þær verpa. Með frjóvguðum eggjunum fylgir góður slatti af veiruögnum, sem bera í sér DNA og prótín sem herja á ónæmiskerfi hýsilsins og aðrar varnir.
Við fjölluðum um þetta í samtali við Guðmund Pálsson í Samfélagi RÚV fimmtudaginn 23. maí 2024. Samtalið fór um víðan völl og það viðurkennist að við héldum okkur ekki við handritið. Afrit af viðtalinu má finna í spilara rúv og á þessum tengli (um einhvert skeið).
https://www.ruv.is/utvarp/spila/samfelagid/23617/7hl68j
Guðmundur kallaði okkur fyrst til viðtals á RÚV árið 2007, til að spjalla um klónun Dollý. Síðan þá höfum við notið þeirra forréttinda að ræða við Guðmund og samstarfsmenn um margskonar erfðafræðileg og líffræðileg málefni. Honum þakka ég einstaklega gott samstarf og kunningsskap. Þessi viðtöl hafa verið mjög skemmtileg fyrir mig sem vísindamann, og beint augum mínum að mörgum sniðugum rannsóknum. Mörg viðtölin urðu einnig kveikjan að pistlum sem við rituðum fyrir vísindavefinn. Bestu þakkir Guðmundur.
https://www.visindavefur.is/hofundur/1508/arnar-palsson/
Sorry this part has not been translated
Sorry this part has not been translated
Sorry this part has not been translated
Sorry this part has not been translated
Sorry this part has not been translated
Sorry this part has not been translated