Mauragengið verður með sýningu á auramaurabúi í samstarfi við Náttúruminjasafn Íslands í Perlunni sunnudaginn 5 maí nk.
Opið hús frá 14 til 16, allir velkomnir.
Við Ragnhildur Guðmundsdóttir fjölluðum um þetta í morgunútvarpi rásar 2 þann 2. maí.
Mauragengið verður með sýningu á auramaurabúi í samstarfi við Náttúruminjasafn Íslands í Perlunni sunnudaginn 5 maí nk.
Opið hús frá 14 til 16, allir velkomnir.
Við Ragnhildur Guðmundsdóttir fjölluðum um þetta í morgunútvarpi rásar 2 þann 2. maí.
Skrifaði pistil fyrir vísindavefinn.
„Hafa drepsóttir haft áhrif á erfðaefni og þróun mannsins?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=86400
Faraldrar eru ein alvarlegasta áskorun sem lífverur standa frammi fyrir. Í sögu mannkyns eru þekktir nokkrir sérstaklega skæðir heimsfaraldrar, eins og spánska veikin, svartidauði og HIV, sem leiddu til dauða milljóna einstaklinga. Í ljósi þeirrar staðreyndar að breytingar á tíðni gerða[1] yfir kynslóðir leiða til þróunar lífveranna er eðlilegt að spyrja hvort faraldrar sem deyða eða örkumla tíund eða meira af stofninum hafi breytt erfðasamsetningu manna og þannig haft áhrif á þróun okkar sem tegundar.
Til að svara spurningunni má líta til svartidauða (e. bubonic plague). Sjúkdómurinn orsakast af smiti af stofni bakteríunnar Yersinia pestis og er einn alvarlegasti smitsjúkdómur sem sögur fara af. Talið er að þrír stórir faraldrar hafi breiðst um jörðina síðustu 2000 ár, sá fyrsti á 6. öld, annar á 13.-14. öld og svo að mestu staðbundinn faraldur í Asíu undir lok 19. aldar.[2] Fólk var varnarlaust gegn svartadauða og hjó sjúkdómurinn stór skörð í mörg samfélög manna. Þótt um smitsjúkdóm hafi verið að ræða var það að vissu leyti háð erfðasamsetningu hvernig fólki farnaðist á tímum sjúkdómsins. Það hafði áhrif á erfðasamsetningu hópsins.
...
Árið 2023 var rannsóknarhópurinn duglegur að skrifa pistla fyrir Vísindavefinn.
Við fengum styrk fyrir skrifum um veirur, gen, þróun og myndun tegunda frá samfélagssjóð Háskóla Íslands.
Þrír fyrrum meistaranemar komu að verkinu, Marco Mancini, Guðbjörg Ósk Jónsdóttir og Kristján Þórhallsson.
Marco fjallaði aðallega um maura og önnur skordýr, eins og t.d.
Marco Mancini og Arnar Pálsson. „Hafa evrópskir eldmaurar fundist á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=12687
Mynd 1: Þerna evrópsks eldmaurs (Myrmica rubra) bítur og stingur hönd rannsakanda, sumarið 2021. Myndina tók Marco Mancini og hún birtist fyrst í grein í Náttúrufræðingnum.
Guðbjörg fjallaði um þróun fiska og myndun tegunda, sbr.
Guðbjörg Ósk Jónsdóttir og Arnar Pálsson. „Eru bleikjurnar í Þingvallavatni mismunandi tegundir eða ólíkir stofnar?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=85178.
Og Kristján um þróun mannsins og skyldra tegunda, eins og í:
Arnar Pálsson og Kristján Þórhallsson. „Hverjir voru denisóvamenn?“ Vísindavefurinn, 9. janúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=84508
Listi yfir alla pistla okkar á vísindavefnum er aðgengilegur.
Skrif fyrir vísindavefinn eru skemmtileg, því maður fær að miðla áhugaverðri þekkingu á lífverum og fjölbreytileika þeirra. Spurningarnar sem við fáum frá lesendum vefsins eru ekki endilega þær sem maður hefði spurt sig sjálfur, og svörin fara oft sínar eigin leiðir þegar maður byrjar að hrófla þeim saman. Síðan var sérstaklega ánægjulegt að skrifa nokkra pistla í samstarfi við unga vísindamenn.