Sleipurök

Geir Þórarinsson, 28/08/2011

Ég hef um árabil skrifað um heimspeki og fornfræði fyrir Vísindavefinn. Fyrsta svarið sem ég samdi fyrir þann ágæta vef birtist haustið 2005 og fjallaði um fótfesturök en það eru rök sem ganga út á að vara einhvern við því að fallast á tiltekið atriði því þá þurfi sá hinn sami einnig að fallast á eitthvað annað og svo enn annað og þannig áfram. Segja má að með þessu missi maður fótfestuna og hrapi stjórnlaust. Oftast er því líka haldið fram að endaskrefinu fylgi afar óæskilegar afleiðingar og þess vegna sé varasamt eða jafnvel stórhættulegt að fallast á upphaflega skrefið. Ef til vill er kaldhæðnislegt að þetta hafi verið fyrsta svarið mitt á Vísindavefnum af því að í kjölfarið var ég beðinn um að semja annað svar og svo annað og þannig koll af kolli. Í dag hef ég samið á annað hundrað svör fyrir Vísindavefinn.

Hvað eru sleipurök?