Voru stóumenn skeytingarlausir um allt nema dygðina?
Margar af spurningunum sem ég hef fengið frá Vísindavefnum hafa snúist um fornaldarheimspeki, sem á að heita mitt sérsvið og er sniðmengi af mínum greinum, fornfræði og heimspeki. Eftir að hafa minnst á stóumenn víða í svörum mínum barst t.d. einn daginn spurning um stóuspeki. Stóumenn kenndu að ekkert væri gott nema dygðin og ekkert væri illt nema löstur. En voru þeir þá skeytingarlausir um allt annað? Svarið við þeirri spurningu er nei, eins og lesa má á Vísindavefnum.