Hugvísindaþing II

Minnisrannsóknir í bókmenntum og sagnfræði

Gunnþórunn Guðmundsdóttir, dósent í almennri bókmenntafræði
Gleymskan í minninu: um sérstakt hugtakasamband

Í erindinu verður rætt um tengsl hugtakanna minnis og gleymsku. Oft hefur verið bent á að gleymska er ekki andheiti eða andstæða minnis, heldur einmitt að samband þessara fyrirbæra sé mun nánara en svo; gleymska sé alltaf þáttur í hverri minningu. Fræðimenn hafa stungið upp á öðrum hugtökum til að lýsa andstæðu minnisins, eins og ‚þögn‘ eða ‚desmemoria‘. Orðin ‚óminni‘ og ‚algleymi‘ geta einnig varpað ljósi á þetta sérstaka samband. Hér verður skoðað hvernig þessi hugtakanotkun varpar ljósi á margar hliðar minnis og gleymsku, til dæmis varðandi heilastarfsemi, pólitík minnisins, viljandi gleymsku, bældar minningar og tráma. 

http://stofnanir.hi.is/hugvisindastofnun/%E2%80%9Agrafid_ur_gleymsku%E2%80%98_minnisrannsoknir_i_bokmenntum_og_sagnfraedi