Ritstjórn

Ég var einn af ritstjórum Ritsins: Tímarits Hugvísindastofnunar í tvö ár, 2005 og 2006, og sit nú í ritnefnd þess. Ritið er metnaðarfullt fræðirit á sviði hugvísinda sem lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi.

Ég hef ritstýrt nokkrum bókum sem komið hafa út hjá Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands, tveimur í ritröðinni Studia Islandica, og greinasafni Helgu Kress sem út kom 2009. Auk þess var ég gestaritstjóri Scandinavian Studies ásamt Daisy Neijmann að sérhefti um Halldór Laxness.