Kennsla

Ég hef kennt mörg val- og skyldunámskeið á BA- og MA-stigi fyrst við University College London og svo Háskóla Íslands. Við þann síðarnefnda hef ég lengi kennt skyldunámskeiðið Bókmenntaritgerðir og þá kenni ég reglulega franskar bókmenntir, 18. og 19. aldar, og 20. og 21. aldar. Auk þess hef ég kennt ýmis námskeið tengd mínu sérsviði, um minnihlutabókmenntir, ljósmyndir og texta, sjálfsævisögur á ýmsum tímum og fleira og fleira. Þá hef ég leiðbeint fjölmörgum BA- og MA-ritgerðum og rannsóknarverkefnum af ýmsum toga.