Ferill

Menntun

Lauk BA prófi í almennri bókmenntafræði og þýsku frá Háskóla Íslands 1992. Lauk MA prófi 1994 í evrópskum samanburðarbókmenntum við University of Kent í Kantaraborg. Flutti þaðan til London og lagði stund á doktorsnám í samanburðarbókmenntum við frönskudeild Royal Holloway University of London undir handleiðslu Michaels Sheringham, sem nú er prófessor í Oxford við All Souls College. Varði doktorsritgerð frá University of London í janúar árið 2000. Ritgerðin var gefin út af Rodopi forlaginu 2003.

Störf


Unnið við ýmis störf, svo sem prófarkalestur, þýðingar, íslenskukennslu fyrir útlendinga. Kenndi við Norðurlandadeild og braut í evrópskri menningarfræði við University College London 1999-2003. Tók við starfi aðjunkts í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands í ársbyrjun 2004, síðar ráðin lektor í júlí 2007, dósent frá 2009 og prófessor frá 2014.