Fyrirlestur laugardaginn 12. mars kl. 10.30 í Aðalbyggingu HÍ stofu 229
Safnið týnda: Pavelló de la Republica og samningurinn um gleymskuna.
Pavelló de la Republica var sýningarskáli Spænska lýðveldisins í miðri borgarastyrjöld á heimssýningunni í París 1937, þar sem Guernica Pablos Picasso var fyrst sýnd. Skálinn var endurbyggður í Barcelona 1992 og tveimur árum síðar var þar komið fyrir sameiginlegu safni ýmissa bóka- og skjalasafna sem einkum varðveitir heimildir um borgarastyrjöldina og Francotímann. Í fyrirlestrinum verður skoðað hvernig safnið endurspeglar þá togstreitu um minni og gleymsku sem einkennt hefur spænska orðræðu eftir að lýðræði var komið á að nýju og sú orðræða sett í samhengi við hugmyndir um minni, tráma, vitnisburði og gleymsku á 20. öld.