Rannsóknir

Merki um þessa mynd sem Lartigue tók af Zissou bróður sínum má sjá í verkum ákveðins kvikmyndaleikstjóra...

Rannsóknir mínar hafa aðallega beinst að sjálfsævisögum frá 20. og 21. öld. Ég hef rannsakað minni, frásagnaraðferðir, ljósmyndir, bókmenntategundir, póstmódernisma, falsanir og fleira gott í mörgum tegundum æviskrifa, en er þó sérstaklega áhugasöm um tilraunamennsku í sjálfsævisögulegum skrifum. Um þessar mundir vinn ég að rannsóknarverkefni um gleymsku. Margt skemmtilegt er á seyði í þessum fræðum eins og næsta ráðstefna International Auto/biography Association er til vitnis um.