1. Ferilskrá

HÁSKÓLANÁM

  • 1974–1979 Harvardháskóli. MA-próf í málvísindum 1976, doktorspróf (PhD) 1979.
  • 1972–1974 Háskóli Íslands. MA-próf í íslenskri málfræði 1974.
  • 1970–1972 Christian Albrechts Universität, Kiel, Þýskalandi.
  • Fyrrihlutapróf (Zwischenprüfung) í málvísindum 1972.
  • 1966–1969 Háskóli Íslands. BA-próf í íslensku og sagnfræði 1969.

 

HÁSKÓLAKENNSLA OG RANNSÓKNARSTÖÐUR

Núverandi starf:

Prófessor emeritus í íslensku nútímamáli við Háskóla Íslands frá 2016

Fyrra starf:

Prófessor í íslensku nútímamáli við Háskóla Íslands frá 1980-2016 (í leyfi 1991–1995)

Gistiprófessor:

Málvísindadeild Harvardháskóla 1991–1995

Gistikennari:

  • Norrænt námskeið fyrir framhaldsnema í málvísindum, Þórshöfn í Færeyjum, ágúst 2008
  • Norrænt námskeið fyrir framhaldsnema í málvísindum, Schæffergården, Danmörku, október 2007
  • Fróðskaparsetur Færeyja, Þórshöfn, september 2002
  • Sumarnámskeið Linguistic Society of America, Cornellháskóla, USA, júní–júlí 1997
  • Vetrarnámskeið LOT málvísindaskólans, Nijmegen, Hollandi, janúar 1997
  • Endurmenntunarstofnun Harvardháskóla, vor 1995
  • 6th European Summer School in Logic, Language and Information, Kaupmannahöfn, ágúst 1994

 

Gistifræðimaður:

  • Center for Sociolingvistiske Sprogforandringsstudier (DGCSS), Kaupmannahöfn, vor 2015 (3 mánuðir)
  • Málvísindadeild UCSD, San Diego, haust 2012 (3 mánuðir)
  • Málvísindadeild UCLA, Los Angeles, vor 2008 (3 mánuðir)
  • Háskólinn í Hamborg, vor 2006 (2 vikur)
  • Jónshús, Kaupmannahöfn, vor 2003 (10 vikur)
  • Norrænudeild, University College London, haust 1999 (3 mánuðir)
  • Málvísindadeild MIT, Cambridge, MA, haustmisseri 1995
  • Málvísindadeild Harvardháskóla, haustmisseri 1987
  • Málvísindadeild UC Santa Cruz, vor og sumar 1984

 

Stundakennari:

  • Háskóli Íslands, almenn málvísindi og íslenska, 1979–1980.
  • Háskóli Íslands, íslenska fyrir erlenda stúdenta, 1972–1973.
  • Kennaraskóli Íslands, íslenska, 1969-1970.

 

Aðstoðarkennari:

Málvísindadeild Harvardháskóla 1976–1979.

 

Rannsóknamaður og íslenskukennari:

Norrænudeild Christian Albrechts Universität, Kiel, Þýskalandi, 1970–1972.

ÖNNUR FRÆÐILEG STÖRF

Ritstjórn:

  • Ritstjóri: Íslenskt mál 2–5 1980–1983 og 18–26 1996–2004
  • Meðritstjóri: Íslenskt mál 27–39 2005-2017
  • Meðritstjóri: Ekki var það illa meint. Ljóð og lausavísur eftir Hjálmar Freysteinsson (Bókaútgáfan Hólar, Reykjavík, 2021)
  • Meðritstjóri: Sigurtunga – Vesturíslenskt mál og menning (Háskólaútgáfan, Reykjavík, 2018)
  • Meðritstjóri: Frændafundur 9 (Hugvísindastofnun, Reykjavík, 2018)
  • Meðritstjóri: Tilbrigði í íslenskri setningagerð III (Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík, 2017)
  • Meðritstjóri Syntactic Variation in Insular Scandinavian (John Benjamins, Amsterdam, 2017)
  • Meðritstjóri Tilbrigði í íslenskri setningagerð II (Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík, 2015)
  • Meðritstjóri Chomsky – Mál, sál og samfélag (Hugvísindastofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan, 2013)
  • Meðritstjóri Tilbrigði í íslenskri setningagerð I (Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík, 2013)
  • Meðritstjóri Linguistic Studies, Historical and Comparative (Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík, 2002).
  • Meðritstjóri Minimal Ideas (Benjamins, Amsterdam, 1996)
  • Meðritstjóri Studies in Comparative Germanic Syntax II (Kluwer, Dordrecht, 1996)
  • Meðritstjóri Harvard Working Papers in Linguistics 1992–1995

 

Ritnefndir (á ýmsum tímum):

  • The Journal of Comparative Germanic Linguistics (Kluwer)
  • Syntax (Blackwell)
  • Íslenskt mál (Ísl. málfræðifélagið)
  • Linguistics Today (ritröð, Benjamins)

 

Ritrýnir

  • fyrir ýmis tímarit önnur en þau sem voru talin hér fyrir ofan, m.a. þessi:  Linguistic Inquiry, Journal of LinguisticsAphasiology, Nordic Journal of Linguistics, Lingua, Ritið, Orð og tunga, Glossa ...
  • fyrir ýmsar fræðilegar ráðstefnur, m.a. þessar: BU Conference on Language Development, North-Eastern Linguistics Society, Diachronic Generative Syntax, Germanic Syntax Workshop, Scandinavian Conference of Linguistics, GLOW ...
  • fyrir ýmsa rannsóknasjóði, m.a. þessa: NSF (USA), ESF (Evrópa), NOS-H (Norðurlönd), Rannsóknasjóð, Rannsóknasjóð Háskóla Íslands, Háskólasjóð  Eimskipafélagsins, Rannsóknanámssjóð

 

Fræðileg stjórnunarstörf:          

  • Formaður stjórnar Styrktarsjóðs Áslaugar Hafliðadóttur 2021–
  • Formaður Færeyjanefndar Háskóla Íslands 2016–2019
  • Forstöðumaður Málvísindastofnunar Háskóla Íslands 1981–1983, 1986–1987, 2010–2013
  • Í úthlutunarnefnd (review panel) fyrir HERA (Humanities in the European Research Area) á vegum ESF (European Science Foundation) 2008–2010
  • Stjórnarformaður Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands 2005–2008
  • Varaforseti Hugvísindadeildar (og Heimspekideildar) Háskóla Íslands 2004–2006, 1985–1987, 1981–1983
  • Forseti Heimspekideildar Háskóla Íslands 1983–1985
  • Í stjórn CASTL (Center of Excellence for Advanced Study in Theoretical Linguistics, Tromsø, Noregi) 2003–2008
  • Í stjórn Nordic Association of Linguists 1980–1985, 2005–2006

 

Rannsóknasvið:

  1. Setningafræði, einkum íslensk setningafræði og norræn samanburðarsetningafræði
  2. Norræn samanburðarmálfræði, með megináherslu á íslensku og færeysku
  3. Íslenskar mállýskur og hljóðkerfisfræði (oft í samvinnu við Kristján Árnason)
  4. Tilbrigði og málbreytingar (sjá lista yfir rannsóknastyrki)
  5. Vesturíslenska (oft í samvinnu við Birnu Arnbjörnsdóttur, sjá lista yfir ransóknastyrki)
  6. Málstol (í samvinnu við Sigríði Magnúsdóttur)
  7. Málfræði í skólum

 

Helstu rannsóknastyrkir:

  • 2016: Verkefnisstyrkur frá Rannsóknasjóði Háskóla Íslands (Nýting rannsóknagagna: Aðgengi og samþætting)
  • 2015: Útgáfustyrkur úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur til að gefa út bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt
  • 2015: Verkefnisstyrkur frá Rannsóknasjóði Háskóla Íslands (Íslenska heima og heiman)
  • 2013-2015: Verkefnisstyrkur frá Rannsóknasjóði (Mál, málbreytingar og menningarleg sjálfsmynd. Verkefnisstjóri með Birnu Arnbjörnsdóttur Meðumsækjendur Ásta Svavarsdóttir, Daisy Neijmann, Kristján Árnason, Matthew Whelpton, Úlfar Bragason. Sjá hér.)
  • 2013-2014: Verkefnisstyrkur frá Rannsóknasjóði Háskóla Íslands (Framburður fyrr og nú - Ítarsamanburður)
  • 2010–2012:  Verkefnisstyrkur frá Rannsóknasjóði  (Málbreytingar í rauntíma í íslensku hljóðkerfi og setningagerð.  Verkefnisstjóri. Meðumsækjendur Kristján Árnason, Sigríður Sigurjónsdóttir, Matthew Whelpton, Þórhallur Eyþórsson. Sjá hér.)
  • 2010-2011: Verkefnisstyrkur frá Þjóðhátíðarsjóði (Breytingar á framburði á 70 ára tímabili. Verkefnisstjóri.)
  • 2008–2009:  Verkefnisstyrkur frá Rannsóknasjóði (Tilbrigði í færeyskri setningagerð. Verkefnisstjóri. Meðumsækjendur Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur Eyþórsson. Sjá hér.)
  • 2005–2007:  Öndvegisstyrkur frá Rannsóknasjóði (Tilbrigði í setningagerð. Verkefnisstjóri. Meðumsækjendur Eiríkur Rögnvaldsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Jóhannes Gísli Jónsson, Eiríkur Rögnvaldsson, Ásta Svavarsdóttir, Þórunn Blöndal. Sjá http://malvis.hi.is/tilbrigdi/)
  • 2004  Forrannsóknarstyrkur frá Rannsóknasjóði (Tilbrigði í setningagerð. Verkefnisstjóri. Sjá http://malvis.hi.is/tilbrigdi/).
  • 2004–2012: Rannsóknasjóður Háskólans (Umskráning og aðlögun mállýskugagna). Sjá  http://mallyskur.is/).
  • 1995-1997:  Verkefnisstyrkur frá Rannsóknasjóði (Samanburður norrænna eyjamála). Bækurnar Faroese - An Overview and Reference Grammar (2004) og The Syntax of Icelandic (2007) byggja að verulegu leyti á þessum rannsóknum, en sú síðari reyndar einnig á rannsóknavinnu í tengslum við kennslu við Harvardháskóla 1991-1995.
  • Eftir 1995: Styrkir úr Rannsóknasjóði Háskólans til rannsókna á íslenskri setningagerð. Bókin Setningar (Íslensk tunga III) byggir m.a. á þessum rannsóknum en einnig á rannsóknavinnu í tengslum við kennslu við Harvardháskóla 1991-1995.
  • Fyrir 1991:   Styrkir úr Rannsóknasjóði, Rannsóknasjóði Háskólans og frá fleiri aðilum til verkefnisins Rannsókn á íslensku nútímamáli (með Kristjáni Árnasyni. Sjá http://mallyskur.is/).

 

Alþjóðlegt rannsóknasamstarf:

  • 2014–2015  Í stjórn hóps rannsakenda til að undirbúa samnorrænt rannsóknaverkefni um Societal conditions for language change. The Nordic experiment. Undirbúningsstyrkur fékkst frá NOS-HS.
  • 2006–2010  Formaður íslenska rannsóknahópsins í rannsóknanetinu Nordic Language Variation Network (NLVN, sjá http://nlvn.uit.no/ ).
  • 2005–2010. Formaður íslenska rannsóknahópsins í rannsóknanetinu Nordic Center of Excellence in Microcomparative Syntax (NORMS, sjá http://norms.uit.no/), og formaður rannsóknahóps um stöðu sagnar.
  • 2005–2010.  Formaður íslenska rannsóknahópsins í norræna rannsóknanetinu Scandinavian Dialect Syntax og í stjórn netsins (ScanDiaSyn, sjá http://uit.no/scandiasyn).
  • 2005–2010   Formaður færeyska rannsóknahópsins í norræna rannsóknanetinu Scandinavian Dialect Syntax (sjá http://uit.no/scandiasyn/network/).

 

Viðurkenningar:

  • 2009  Heiðursverðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright á vegum Vísindafélags Íslendinga.
  • 2008  Verðlaun og viðurkenning háskólarektors fyrir vísindastörf.
  • 2005  Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir fræðirit (Setningar, Íslensk tunga III).
  • 1995  Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir fræðirit (Handbók um málfræði).

 

Greinar, bækur, fyrilestrar:

Sjá ferilskrá (CV) á ensku og sérstakar færslur á heimasíðu.