Námsferð í Hvalfjörð
Á föstudaginn eftir hádegi fór ég ásamt nemendum í námskeiðinu Landslag, náttúrusýn og nýting lands í hringferð um Hvalfjörð. Við vorum að pæla í landslagi fjarðarins og þeim öflum sem það hafa mótað og eru enn að. Nemendur söfnuðu í sarpinn fyrir verkefnavinnu í námskeiðinu. Þetta var afar skemmtileg ferð - Hvalfjörðurinn er svo fjölbreytt, fallegt og spennandi svæði. Og ekki spillti að fá óvænta kennslustund í mannasiðum frá sjálfum Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf, þegar hópurinn staldraði við í nokkrar mínútur á Miðsandi.