Landfræði á Vísindavöku

Karl Benediktsson, september 22, 2010

Föstudaginn 24. september verður haldin Vísindavaka RANNÍS í Listasafni Reykjavíkur. Fulltrúi landfræðinnar þar verður Friðþór Sófus Sigurmundsson, meistaranemi. Hann hefur verið að gera merkilegar rannsóknir á gróðurfars- og búsetusögu Þjórsárdals. Landfræðingar koma sannarlega víða við í rannsóknum sínum.