Samræður við landslag

Karl Benediktsson, desember 6, 2010

Þetta er titillinn á bók sem var að koma út hjá Ashgate-forlaginu breska og ritstýrt af þeim sem hér hamrar hnappa, ásamt Katrínu Önnu Lund. Fjallar um landslag og landslagsfræði út frá því sjónarmiði að tengsl fólks og landslags séu gagnvirkari en oft er ætlað - landslagið (og í víðara skilningi hið 'ómennska' umhverfi) talar til þess sem dvelur í því. Þetta er dálítið önnur nálgun en sú sem algeng er, nefnilega að líta á landslag og náttúru sem hlutlægan og mælanlegan veruleika utan þess sem á horfir (eða flokkar, mælir etc.). Við erum með einvala lið innlends og erlends fræðifólks í bókinni, sem er – þótt ég segi sjálfur frá – déskoti fín... 😉 Sjá nánar hér.