Upplýsingarstefnan í 101

Karl Benediktsson, september 25, 2012

Í Þingholtunum er mælikvarði byggðarinnar er mannlegur, ólíkt því sem gerist í sumum öðrum hverfum borgarinnar. Götur eru gamlar og þröngar, bílaumferð er ekki hröð og margir fara leiðar sinnar gangandi eða hjólandi. Það er hins vegar undarlegt að við vissar götur, t.d. mína eigin götu Þingholtsstrætið, hafa fyrir margt löngu verið reistir ljósastaurar sem hver hraðbraut gæti verið fullsæmd af. Háir drjólar sem teygja ljósker sín langt út yfir götuna sjálfa, hátt yfir höfðum fólks. Utan við mitt hús stendur einn slíkur, meira að segja með heljarinnar biðskyldumerki um sig miðjan svona til að maður taki örugglega eftir honum. Þarna mætti með einföldum hætti gera borgarumhverfið hlýlegra og notalegra fyrir bæði íbúa og gesti með því að hanna öðruvísi ljós. Gjarnan mætti hönnunin vísa í fortíð þessa söguríka hverfis með einhverjum hætti, en umfram allt skipta út hraðbrautarljósastaurunum. Það þarf nýja upplýsingarstefnu í 101 Reykjavík.