Frá Mahidol-háskóla, Bangkok

Karl Benediktsson, júní 1, 2013

Í maí átti ég þess kost að heimsækja Mahidol-háskóla, sem er í vesturhverfum thailensku höfuðborgarinnar Bangkok. Gestgjafi minn þar, dr. Sittipong Dilokwanich, starfar við Umhverfis- og auðlindadeild skólans og var til skamms tíma deildarforseti. Athygli mína vakti hversu framsækinn og frumlegur þessi skóli, og sérstaklega þessi tiltekna deild, hefur verið í umhverfismálum. Meðal annars gefst nemendum og starfsfólki kostur á að fá reiðhjól til ókeypis afnota á háskólalóðinni. Hvenær gerist það við Háskóla Íslands?

Bikes available for free use by students and staff at Mahidol University

Reiðhjól til afnota fyrir nemendur og starfsfólk Mahidol-háskóla

Ekki var síður skemmtilegt að sjá að í einu horni háskólalóðarinnar hafði verið tekið frá svæði til grænmetisræktunar. Það er leigt út til smábænda sem skuldbinda sig til að hafa á boðstólum úrvals grænmeti á sanngjörnu verði fyrir starfsfólk og nemendur, ræktað samkvæmt kúnstarinnar reglum um lífræna ræktun. Þetta væri kannski dálítið erfiðara að framkvæma við HÍ, en þó má til dæmis hugsa um skeifuna fyrir framan Aðalbyggingu í þessu sambandi...?

Dr. Sittipong Dilokwanich at the organic university garden

Dr. Sittipong Dilokwanich við lífræna háskólagarðinn