Ferðafólk og gos
Á föstudaginn var haldin ráðstefna við Háskóla Íslands, þar sem ég kynnti vangaveltur um samband ferðamennsku og áhættu, sem og um áhrif eldsumbrotanna fyrr á árinu á erlent ferðafólk sem hingað kom í sumar. Erindið var byggt á litlu verkefni sem ég vann í sumar ásamt Katrínu Lund og Tainu Mustonen. Við lögðum spurningalista fyrir allmarga ferðamenn og komumst að því að þessir atburðir hafa sennilega frekar aukið við aðdráttarafl landsins sem áfangastaðar fyrir náttúruferðamennsku heldur en að þeir hafi dregið úr því, þrátt fyrir myndir af ösku í byggðum sunnanlands og tafir á flugumferð í Evrópu. Grein sem við skrifuðum fyrir ráðstefnuna er nú aðgengileg á Skemmunni: The impact of the Eyjafjallajökull eruption on international tourists in Iceland.