Helsta rannsóknarsvið Kristins er þjóðfræði í þverþjóðlegum samskiptum og þjóðernislegum sjálfsmyndum. Í rannsóknum hans er frásagnar- og efnismenning hreyfanlegra hópa í borgum Vestur-Evrópu og á vestnorræna svæðinu skoðuð í menningarlegu samhengi í tengslum við menningarpólitík íslenskrar útrásar, efnahagshruns og norðurslóðastefnu. Etnógrafískar rannsóknir Kristins taka mið af hljóð-og sjónræðum aðferðum og kenningum. Kristinn hefur umsjón með rannsóknum, útgáfu, viðburðum og tengslanetum á sviði norðurslóða með áherslu á samfélag, menningu og stefnumótun.
-
Um/About
Kristinn Schram er dósent í þjóðfræði og safnafræði í Háskóla Íslands / is associate professor in folklore/ethnology and museum studies at the University of Iceland Follow me on Academia.edu