Samstarf

Northgate

Norræna samstarfsnefndin um hug- og félagsvísindarannsóknir (NOS-HS) veitti nýlega styrki til norrænna rannsóknasamstarfsverkefna. Á meðal verkefna sem hlutu brautargengi er nýtt tenglsanet sem mun rannsaka félags- og menningarleg áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. Tengslanetið, sem kallað er Northgate, sameinar bæði reynda og nýja fræðimenn frá fjölmörgum norrænum háskólum. Samstarfsverkefnið mun stuðla að rannsóknum og auknum tengslum fræðimanna við stefnumótunaraðila og samfélög sem finna í auknum mæli fyrir hröðum umhverfisbreytingum og hreyfanleika fólks á svæðinu. Rannsóknasetur um norðurslóðir mun halda utan um verkefnið næstu tvö árin en umsjón með verkefninu hefur Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands.

Sjá vefsíðu Northgate

Rannsóknarsetur um norðurslóðir

Rannsóknasetur um norðurslóðir

Rannsóknasetur um norðurslóðir er vettvangur fyrir þverfaglegt samstarf á sviði norðurslóðarannsókna með áherslu á hlutverk og stefnu ríkja og stofnana, og stjórnarhætti á norðurslóðum. Hlutverk Rannsóknaseturs um norðurslóðir er að vinna að rannsóknaverkefnum í samstarfi við innlenda og erlenda aðila, að auka samstarf milli fræðimanna, atvinnulífs og opinberra aðila og vera leiðandi í rannsóknum á þessu sviði. Auk þess stendur setrið fyrir ráðstefnum, umræðufundum, fyrirlestrum og námskeiðum um efni sem varða starfssvið þess og útgáfu rita um málefni norðurslóða. Setrið vinnur einnig þjónustuverkefni fyrir atvinnulíf og opinbera aðila og styður við kennslu í norðurslóðamálefnum.

Verkefnisstjóri Rannsóknaseturs um norðurslóðir er Margrét Cela.

Sjá vefsíðu Rannsóknaseturs um norðuslóðir