Þjóðfræði

Þjóðfræðin rannsakar hversdagsmenningu, lífshætti og lífssýn fólks fyrr og nú.

Þjóðfræðin rannsakar daglegt líf og daglegt brauð: sögur og sagnir, heimilis- og atvinnuhætti, trú og tónlist, siði og venjur, hátíðir og leiki, föt, tísku og matarhætti um heim allan. Áhersla er lögð á hvernig fólk mótar líf sitt og umhverfi undir kringumstæðum sem það hefur ekki mótað sjálft og hvernig fólk talar saman og lifir í samfélagi hvert við annað í þeim margvíslegu hópum sem það tilheyrir – sem Íslendingar, Argentínumenn, Valsmenn, unglingar, innflytjendur, Evrópubúar, Flateyringar, óperusöngvarar, flugfreyjur, fíklar, o.s.frv.

Námið er hægt að taka bæði í stað- og fjarnámi.

Nánari upplýsingar gefur Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði í síma 525-4256 eða khschram@hi.is og Erna Rut Steinsdóttir, verkefnisstjóri í síma 525-5848 eða ernarut@hi.is