PhET var stofnað 2002 af eðlisfræðingnum Carl Wieman en á tíunda áratugnum hafði hann unnið að verkefninu physics2000 (ó, þeir gömlu dagar þar sem allt framúrstefnulegt var kallað eitthvað-2000!) þar sem hann þróaði ásamt Marty Goldman. Þar unnu þeir m.a. sýndartilraunir og sá Wieman mikla notkunarmöguleika þeirra í kennslu og fyrirlestrum. Oft var það helst efnið sem sýnt var með sýndartilraununum sem sat eftir í huga áheyrenda.

Árið 2002 fékk Wieman styrk frá National Science Foundation og lagði þar að auki til af nóbelsverðlaunafé sínu (hann hlaut verðlaunin 2001 fyrir að búa til fyrstu manngerðu Bose-Einsten þéttuna). Upphaflega voru sýndartilraunirnar aðeins í eðlisfræði (PhET stóð fyrir Physics Educational Technology) en brátt var sviðið útvíkkað yfir á fleiri greinar.1 2

Ég kynntist PhET þegar ég var að kenna í Breiðholtsskóla árin 2013 til 2015. Margar sýndartilraunirnar þóttu mér heldur klénar og margt betur til þess fallið að sýna bara í raunheimi. Eins voru þær flestar gerðar í Java og sumar í Flash og því óaðgengilegar í spjaldtölvum. Þó var þar ein (flotkraftstilraunin) sem mér þótti nógu vönduð að ég þýddi hana og bókaði tölvustofuna til þess að lofa nemendunum að gera hana í tölvunni.

Síðan hafa liðið nokkur ár og PhET setti allan þunga í að færa sýndartilraunirnar yfir í HTML5 sem gerir þær aðgengilegar á snjalltækjum sem og hefðbundnum tölvum. Að sama skapi var þróað þýðingartól sem auðveldar mjög að þýða efnið á hin ýmsu tungumál. Það er ekki án hnökra -- stundum er erfitt að sjá hvar strengir koma fyrir og einu sinni hef ég tapað haug af þýddum strengjum -- en það samnýtir strengi sem eru sameiginlegir mörgum viðmótum sem sparar þó nokkra vinnu.

Fyrir þýðendur

Til að þýða þarf að senda póst á phethelp@colorado.edu sem veitir aðgang að þýðingartólinu yfirleitt samdægurs (þó ekki fyrr en fólk mætir til vinnu í Colorado, býst ég við).

Þá er nóg að skrá sig inn, fara á þýðingarsíðuna, velja sýndartilraun og tungumál, og þýða strengina. Svo má vista strengina og forskoða áður en verkefnið er endanlega birt á vefnum. Þetta er annars allt tíundað á:
https://phet.colorado.edu/translate/

Áhugaverðar sýndartilraunir til þýðingar

Ég hafði þýtt verkefni í nýja viðmótinu fyrir nokkru 3 og bætti aðeins við um daginn 4 5 6 7 8 9 þegar ég var að útbúa verkefnaleiðbeiningar fyrir Leik að rafmagni. Ákvað þá að fara í gegnum lista HTML-5 sýndartilraunanna, taka saman það sem mér þótti áhugavert, og setja það hér til að hafa þetta þægilega aðgengilegt:

Ljósfræði

Gagnaúrvinnsla

Stærðfræði

Rafsegulfræði

Varmafræði

Bylgjur

Aflfræði

Sameindir

Tilvísanir

  1. https://www.colorado.edu/asmagazine/2020/09/23/nobel-laureate-carl-wieman-awarded-yidan-prize-education-research
  2. https://en.wikipedia.org/wiki/PhET_Interactive_Simulations
  3. https://phet.colorado.edu/sims/html/wave-on-a-string/latest/wave-on-a-string_is.html
  4. https://phet.colorado.edu/sims/html/balloons-and-static-electricity/latest/balloons-and-static-electricity_is.html
  5. https://phet.colorado.edu/sims/html/john-travoltage/latest/john-travoltage_is.html
  6. https://phet.colorado.edu/sims/html/charges-and-fields/latest/charges-and-fields_is.html
  7. https://phet.colorado.edu/sims/html/circuit-construction-kit-dc-virtual-lab/latest/circuit-construction-kit-dc-virtual-lab_is.html
  8. https://phet.colorado.edu/sims/html/circuit-construction-kit-dc/latest/circuit-construction-kit-dc_is.html
  9. https://phet.colorado.edu/sims/html/states-of-matter/latest/states-of-matter_is.html