Nú þegar ég er farinn að vinna meir í ólíkum byggingum Háskóla Íslands þarf ég reglulega að komast á netið. Hingað til hef ég bara gert það í gegnum símann, því skjölunin á því hvernig ég tengist eduroam á Linux vélinni er ekkert sérlega góð.
Engu að síður hafðist þetta fyrir rest.
Það sem ég gerði var að búa til tengingu með nmtui sem ekki virkaði (gat m.a. ekki stillt á WPA & WPA2 Enterprise öryggisstaðalinn). Hins vegar gat ég breytt stillingunum með nmcli:
nmcli connection edit eduroam
===| nmcli interactive connection editor |===
Editing existing '802-11-wireless' connection: 'eduroam'
Type 'help' or '?' for available commands.
Type 'print' to show all the connection properties.
Type 'describe [<setting>.<prop>]' for detailed property description.
You may edit the following settings: connection, 802-11-wireless (wifi), 802-11-wireless-security (wifi-sec), 802-1x, ethtool, match, ipv4, ipv6, hostname, tc, proxy
nmcli> set 802-1x.eap peap
nmcli> set 802-1x.phase2-auth mschapv2
nmcli> set 802-1x.identity martin@hi.is
nmcli> set 802-1x.password LYKILORÐIÐMITT
nmcli> set wifi-sec.key-mgmt wpa-eap
nmcli> set 802-1x.ca-cert
ca-cert ca-cert-password ca-cert-password-flags
nmcli> set 802-1x.ca-cert /home/martin/.eduroam/ca-eduroam-HI.pem
nmcli> save
Connection 'eduroam' (0ed345cb-8af7-4673-9d1b-584f5dbe614b) successfully updated.
nmcli> activate
Monitoring connection activation (press any key to continue)
Connection successfully activated (D-Bus active path: /org/freedesktop/NetworkManager/ActiveConnection/4)
Og þar með er ég kominn á eduroam!