Ég velti mikið fyrir mér hvernig kennarar geti best miðlað efni sínu. Við Hildur Arna höfðum rætt um að vera með vinnusmiðju fyrir kennara sem vilja setja upp Google Sites eða WordPress vefi, en ég hugsa að það væri ansi gagnlegt. Hins vegar sé ég líka fyrir mér að vera með vef þar sem hægt er að koma saman og vinna saman að efni sem er ekki endilega tengt einhverjum ákveðnum höfundi.

Í því skyni hef ég verið að velta fyrir mér einhverju með lágum þröskuldi sem býður notendum upp á eigið svæði sem og almenning. Dæmi um slíkt væri einhverskonar wiki (MediaWiki og Wiki.js eru dæmi um opinn hugbúnað sem er vel studdur). Þarf að skoða það betur.

Það væri gott að hafa stað til að geyma lista af efni kennara og í gamla daga hefði ég bara sett þetta inn á HÍ notendasíðuna mína en ég er ekki enn búinn að koma henni í samt lag eftir umbreytingarnar svo ég set bara niður "placeholder" hér. :-)

Verkfærakista Dagnýjar Rósu

Náttúrufræðikennsluvefur Hildar Örnu

Aðrir vefir:

Austur-vestur sköpunarsmiðjur

Snillismiðjur Vexa-stúlknanna

Vefur Sigurlaugar Kristmannsdóttur

Verkefni kennaranema

Verklegar æfingar um rafmagn - Dagbjört starfaði sem kirkjuvörður árið 2021

Annað

Úr ýmsum áttum af námsvef grunnskóladeildar Kópavogsbæjar