Mál á mannsævi

Doktorsritgerðin mín heitir Mál á mannsævi. 70 ára þróun tilbrigða í framburði - einstaklingar og samfélag.

Hér er að finna nokkur skjöl sem tengjast rannsókninni. Öllum er heimilt að nýta þessi gögn en geta skal heimildar. Vísað er í ritgerðina til frekari upplýsinga.

1. Excel-skjöl með meðaleinkunnum hjá þátttakendum í rannsókn Björns Guðfinnssonar á 5. áratug 20. aldar. Þessar einkunnir voru fundnar með því að rannsaka gögn Björns sem varðveitt eru á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Í sumum tilvikum þurfti að áætla einkunn, eins og fram kemur í ritgerðinni, en það ætti þó ekki að breyta heildarmyndinni sem þar er dregin fram.

Excel-skjal með einkunnum fyrir harðmæli. Einkunnir eru frá Skagafjarðarsýslu til og með Seyðisfirði. Einkunnir fyrir harðmæli í rannsókn Björns Guðfinnssonar.

Excel-skjal með einkunnum fyrir raddaðan framburð. Einkunnir eru frá Skagafjarðarsýslu til og með Norður-Múlasýslu.  Einkunnir fyrir raddaðan framburð í rannsókn Björns Guðfinnssonar.

Excel-skjal með einkunnum fyrir skaftfellskan einhljóðaframburð. Einkunnir eru frá Austur- og Vestur-Skaftafellssýslu.  Einkunnir fyrir skaftfellskan einhljóðaframburð í rannsókn Björns Guðfinnssonar.

Excel-skjal með einkunnum fyrir hv-framburð. Einkunnir eru frá Austur- og Vestur-Skaftafellssýslu. Einkunnir fyrir hv-framburð í rannsókn Björns Guðfinnssonar.

2. Framburður hjá 39 ungmennum á Norðurlandi sem var kannaður 2015. Hér er ætlunin að hafa tvö skjöl með meðaleinkunnum ungmennanna fyrir harðmæli og raddaðan framburð. Annars vegar er Excel-skjal og hins vegar SPSS-skrá sem þeir geta opnað sem hafa aðgang að forritinu. Efst í Excel-skjalinu eru skýringar sem eiga við um þau bæði. Vegna vefvandamáls þarf SPSS-skráin að bíða betri tíma.

Meðaleinkunnir fyrir harðmæli og raddaðan framburð - Norðlensk ungmenni 2015.
SPSS-skrá með meðaleinkunnum. Væntanlegt.

3. Framburður hjá RAUN-úrtaki. Rannsóknarverkefnið Málbreytingar í raun­tíma í íslensku hljóð­kerfi og setningagerð (RAUN) fékk styrk frá Rannís 2010-2012. Verkefnisstjóri var Höskuldur Þráinsson prófessor. Rannsóknin Mál á mannsævi er hluti af þessari rannsókn. Sumir þátttakendur í framburðarhluta RAUN-rannsóknarinnar tóku áður þátt í rannsókn Björns Guðfinnssonar á 5. áratug 20. aldar og RÍN-rannsókninni (Rannsókn á íslensku nútímamáli) á 9. áratugnum. Yngra fólkið tók aðeins þátt í RÍN. Sumir hinna eldri bjuggu enn á sama svæði en aðrir höfðu flutt til höfuðborgarsvæðisins. Þróun fjögurra tilbrigðapara var könnuð. Þau eru: Harðmæli/linmæli og raddaður framburður/óraddaður framburður í máli Norðlendinga og hv/kv-framburður og skaftfellskur einhljóðaframburður/tvíhljóðaframburður í máli Skaftfellinga.  Hér er ætlunin að hafa tvö skjöl með meðaleinkunnum málhafa frá hvoru svæði. Annars vegar er Excel-skjal og hins vegar SPSS-skrá sem þeir geta opnað sem hafa aðgang að forritinu. Efst í Excel-skjalinu eru skýringar sem eiga við um þau bæði. Vegna vefvandamáls þurfa SPSS-skrárnar að bíða betri tíma.

Norðlendingar:
Í skránum eru meðaleinkunnir fyrir harðmæli og raddaðan framburð. Við hvern þátttakanda kemur fram þátttakendanúmer, fæðingarár, kyn, hvort hann telst staðfastur (bjó á sama svæði í öllum rannsóknum) eða brottfluttur (flutti til höfuðborgarsvæðisins milli rannsókna). Einnig sést hvort viðkomandi bjó á Akureyri, Eyjafjarðarsýslu, Suður-Þingeyjarsýslu eða Norður-Þingeyjarsýslu. Aðrar upplýsingar eru takmarkaðar til að tryggja að þær séu ópersónugreinanlegar.
Meðaleinkunnir RAUN-úrtaks í tveimur til þremur rannsóknum - Norðurland.
SPSS-skrá með meðaleinkunnum Norðlendinga. Væntanlegt.

Skaftfellingar:
Í skránum eru meðaleinkunnir fyrir hv-framburð og skaftfellskan einhljóðaframburð. Við hvern þátttakanda kemur fram þátttakendanúmer, fæðingarár, kyn, hvort hann telst staðfastur (bjó á sama svæði í öllum rannsóknum) eða brottfluttur (flutti til höfuðborgarsvæðisins milli rannsókna). Einnig sést hvort viðkomandi bjó  í Austur- eða Vestur-Skaftafellssýslu.
Aðrar upplýsingar eru takmarkaðar til að tryggja að þær séu ópersónugreinanlegar.
Meðaleinkunnir RAUN-úrtaks í tveimur til þremur rannsóknum - Skaftafellssýslur.
SPSS-skrá með meðaleinkunnum Skaftfellinga. Væntanlegt.