Books

 

           

Ritröð í félagsvísindum
Ritstjóri: Ólafur Rastrick

Kristín Loftsdóttir. Kynþáttafordómar – í stuttu máli (2020)
Í bókinni eru kynþáttahugmyndir teknar til skoðunar. Markmið bókarinnar er tvíþætt. Annars vegar að gefa greinargóða skýringu á kynþáttafordómum í ljósi nýlegrar fræðilegrar umræðu og hins vegar að sýna hvernig kynþáttahugmyndir hafa birst í íslenskri umræðu í ýmsum myndum, bæði í fortíð og samtíma. Háskólaútgáfan

Gunnar Þór Jóhannesson og Katrín Anna Lund. Áfangastaðir - í stuttu máli (2021)
Markmið bókarinnar er að draga upp nýja mynd af því hvernig áfangastaðir verða til og þróast. Með hliðsjón af uppbyggingu ferðamennsku á Ströndum er rýnt í samband ferðaþjónustu og samfélaga og sýnt hvernig náttúra og menning eru samofin svið en ekki aðgreind eins og oft er látið í veðri vaka. Með þessu er spjótum beint að hefðbundnum rannsóknaraðferðum ferðamálafræðinnar og bent á nýjar leiðir til að nálgast og veita innsýn í margbreytileika ferðamennskunnar og áfangastaða ferðamanna.

........................  
Forsíða 1 Menningararfur á Íslandi: Gagnrýni og greining
Ritstj. Ólafur Rastrick og Valdimar Tr. Hafstein.
Í bókinni spyrja fjórtán höfundar gagnrýninna spurninga um menningararf, hvernig hann er notaður, af hverju og til hvers: Torfbæir og timburhús, handrit og hárlokkar, bátar og búningar, súrmatur og skyr, söguskilti og sögufrægir kvenskörungar. Hvernig stendur á því að sumu gömlu er hampað sem ómetanlegum menningararfi á meðan annað er léttvægt fundið og leyft að drabbast niður?  Höfundarnir lýsa menningararfi sem sameiningar- og sundrungarafli, hugtaki sem fólk tekur til handargagns, hreyfiafli er drífur áfram athafnir þess, sjónarhorni á daglegt líf og umhverfi, hugsjón, auðlind og þrætuepli. http://haskolautgafan.hi.is/
........................
kápa háb Háborgin: Menning, fagurfræði og pólitík í upphafi tuttugustu aldar
Háskólaútgáfan og Sagnfræðistofnun 2013. Bókin fjallar um samband fagurfræði, menningar og umbótastjórnmála á Íslandi frá lokum nítjándu aldar og fram til um 1930. Henni er ætlað að svara spurningum um hvaða hugmyndir mennta- og stjórnmálamenn gerðu sér um félagslegt hlutverk íslenskrar menningar á mikilvægu mótunarskeiði hennar. Einnig eru skoðuð áhrif stjórnmálamanna á menningarmál og hvernig þau birtust í mótun listastefnu, skipulagi höfuðstaðarins eða sviðsetningu alþingishátíðarinnar. Greint er hvernig menningarstjórnmálum var ætlað að lyfta þjóðinni á hærra stig menningar og siðmenntunar og sýna henni sjálfri og umheiminum fram á að í landinu byggi menningarþjóð sem ætti sér tilverurétt í fullvalda þjóðríki sem þjóð meðal þjóða.  http://haskolautgafan.hi.is/
........................
culture5 Constructing Cultural Identity, Representing Social Power.
Eds. Cana Bilsel, Kim Esmark, Niyazi Kizilyurek and Ólafur Rastrick. Edizione Plus, Pisa, 2010.Final volume of the CLIOHRES.net thematic work group on power and culture. A collection of thirteen chapeters dealing with the role of culture in remodelling and contesting political identities, exploring political values and gender images and the representation of power through art, architecture and in European history. If there is one lesson to be learned from this book, it is that what seems obvious rarely is so, and that culture constitutes a way in which power is not only supported and resisted, but also discussed and debated, often with unintended results. Further details: Cliohres.net