Fræðastörf

Í  tvo áratugi hef ég, ásamt Berki Hansen og Ólafi Helga Jóhannssyni, stundað rannsóknir á starfsháttum og hlutverki stjórnenda og á störfum millistjórnenda og kennara í áratug. Nýjasta grein okkar um þetta efni,

Grunnskólastjórar á öndverðri 21. öld  – Hlutverk og gildi

Sjálfstæði skóla, mun birtast í tímaritinu Uppeldi og menntun á vormisseri 2018. Sjálf hef ég bætt kynjavídd og lífsgildum við þessar áherslur. Um þetta efni hef ég skrifað bæði á íslensku og ensku. Þetta efni má finna í ritaskrá.