Kennsla
Framhaldsdeild
Frá því stjórnunarnám var fyrst boðið við framhaldsdeild KHÍ árið 1988 vann ég með þeim Berki Hansen og Ólafi H. Jóhannssyni að þróun námsins, grunnnámskeiða þess og ýmsum valnámskeiðum.
Ég hef frá upphafi kennt um stjórnun og forystu við framhaldsdeild Menntavísindasviðs. Viðfangsefni mín hafa verið menntastjórnun í víðu samhengi en með sérstakri áherslu á samspil forystu, lífsgilda og kyngervis. Í nokkur ár bauð ég valnámskeiðið Konur og stjórnun menntastofnana en Það námskeið var síðast í boði árið 2009. Frá árinu 2011 mun ég vinna að jafnréttismálum með Guðnýju Guðbjörnsdóttur á námskeiðinu Konur og karlar sem leiðtogar og stjórnendur. Eftirfarandi námskeið hef ég kennt og, eftir atvikum, haft umsjón með, síðustu ár.
2016-2017
Stjórnun og forysta. Umsjónar- og aðalkennari
Hlutverk millistjórnenda, valnámskeið í boði annað hvort ár. Annar tveggja aðalkennara og umsjónarkvenna ásamt Örnu H. Jónsdóttur.
2015-2016
Stjórnun og forysta. Umsjónar- og aðalkennari.
Konur og karlar sem leiðtogar og stjórnendur. Annar tveggja aðalkennara ásamt Guðnýju Guðbjörnsdóttur umsjónarkonu námskeiðs.
2014-2015
Stjórnun og forysta. Umsjónar- og aðalkennari
Konur og karlar sem leiðtogar og stjórnendur. Aðalkennari ásamt Guðnýju Guðbjörnsdóttur umsjónarkonu námskeiðs.
Hlutverk millistjórnenda, valnámskeið í boði annað hvort ár. Annar tveggja umsjónarkvenna og aðalkennara.
2013-2014
Stjórnun og forysta. Umsjónar- og aðalkennari.
Konur og karlar sem leiðtogar og stjórnendur. Umsjónar- og aðalkennari ásamt Guðnýju Guðbjörnsdóttur.
Fræðileg vinnubrögð. Umsjónar- og aðalkennari ásamt Allyson Macdonald.
Stofnanakenningar. Einn af kennurum.
2012-2013
Stjórnun og forysta. Umsjónarkennari og aðalfyrirlesari.
Fræðileg vinnubrögð I og II. Umsjónarkennari ásamt Allyson Macdonald og einn af aðalkennurum.
Hlutverk millistjórnenda. Umsjónarkennari og aðalfyrirlesari.
Stofnanakenningar. Einn af aðalfyrirlesurum.
Konur og karlar sem leiðtogar og stjórnendur. Einn af aðalfyrirlesurum
2010
Stofnanakenningar. Umsjónarmaður og aðalfyrirlesari
Fræðileg vinnubrögð. Umsjónarmaður og einn af fyrirlesurum
Stjórnun og forysta. Aðalkennari með Berki Hansen á námskeiði í hans umsjón
Millistjórnendur. Umsjónarmaður ásamt Örnu H. Jónsdóttur og einn af fyrirlesurum
Konur og karlar sem leiðtogar og stjórnendur. Einn af aðalkennurum á námskeiði í umsjón Guðnýjar Guðbjörnsdóttur.
Á síðustu árum hef ég kennt á eftirfarandi námskeiðum á leikskólabraut:
Leikskólabraut
2009
Samskipti og stjórnun. Annar tveggja kennara á námskeiði á leikskólabraut í umsjón Gyðu Jóhannesdóttur.
2008
Samskipti og stjórnun. Annar tveggja kennara á námskeiði á leikskólabraut í umsjón Gyðu Jóhannesdóttur.
2006
Kynferði, menntun og lífsstíll. Einn af höfundum námskeiðs og einn af átta kennurum á námskeiði í umsjón Þórdísar Þórðardóttur
Á grunnskólabraut hef ég haldið fyrirlestra um lífsgildi í skólastarfi og um sjálfsmat skóla. Dæmi um slík erindi má finna hér:
Grunnskólabraut
2009
Samskiptafærni. Fyrirlestur um lífsgildi á námskeiði í umsjón Sólveigar Karvelsdóttur
2008
Sjálfsmat og skólaþróun. Fyrirlestur um sjálfsmat og sjálfsmatsaðferðir á námskeiði í umsjón Auðar Pálsdóttur
2006
Námskrárfræði og námsmat. Fyrirlestur um sjálfsmat 20. mars á námskeiði í umsjón Meyvants Þórólfssonar o.fl.