Kynning

Ég er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir mínar hafa beinst að fjarnámi eða blöndu af stað og netnámi í kennaramenntun en líka að skólaþróun í framhaldsskólum. Undanfarið hef ég ásamt Amalíu Björnsdóttur prófessor birt niðurstöður rannsókna á grunnskólakennaranámi og leikskólakennaranámi og rannsakað viðhorf stúdenta HÍ á tímum Covid-19 faraldurins.

Ég hef sérhæft mig í kennslu og beitingu menningar-sögulegrar nálgunar (cultural-historical approach) sem á rætur í kenningum Vygotsky. Einnig hef ég beitt og kennt um kenningar félagsfræðingsins Basil Bernstein.

Frá 2014 hef ég verið námsbrautarformaður í Kennslufræði framhaldsskóla við Menntavísindasvið HÍ.

Menntun/Education

2010. Ph.D. í Uppeldis- og menntunarfræði. Háskóli Íslands.

2001. M.Ed. í menntunarfræði. Kennaraháskóli Íslands.

1978. B.A. í íslensku og félagsfræði. Háskóli Íslands.

Störf í háskóla/University Positions

2019– Prófessor. Háskóli Íslands.

2013-2019 Dósent. Háskóli Íslands.

2008-2013. Lektor. Háskóli Íslands.

2006-2008. Lektor. Kennaraháskóli Íslands.

2002-2005. Sérfræðingur. Rannsóknarstofa Kennaraháskóla Íslands.