Forsíða

Guðmundur Jónsson
prófessor í sagnfræði
Árnagarður, herbergi 404
Háskóla Íslands
Sturlugötu 1, 102 Reykjavík
Sími: 525 4208
Netfang: gudmjons hjá hi.is
Viðtalstímar: Mánud. 10-12

 

Ég er fæddur í Reykjavík árið 1955. Að loknu BA-námi í sagnfræði og þjóðfélagsfræði við Háskóla Íslands 1975-1979 vann ég við menntaskólakennslu og lauk jafnframt cand. mag. prófi í sagnfræði árið 1983. Á árunum 1987-1992 bjó ég í Englandi með fjölskyldu minni þar sem ég lagði stund á doktorsnám í hagsögu við London School of Economics and Political Science. Brautskráðist þaðan árið 1992 og var titill ritgerðar The State and the Icelandic Economy, 1870-1930. Að loknu námi vann ég að rannsóknum, fyrst að sögulegum hagtölum hjá Hagstofu Íslands og síðan að þjóðhagsreikningum um tímabilið 1870-1945 í rannsóknastöðu í sagnfræði við Háskóla Íslands. Ég var stundakennari í sagnfræði við Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands á árunum 1993 til 1997. Árið 1998 var ég ráðinn sem lektor við Háskóla Íslands og hef verið þar prófessor síðan 2004.

Kennslusvið mitt hefur einkum verið félags- og hagsaga Íslands, og sagnaritun og söguspeki.  Ég hef einnig kennt námskeið um erlenda félags- og hagsögu, þar á meðal um hagsögu Evrópu og N-Ameríku, hnattvæðingu, þróun neysluþjóðfélagsins og sögu kapítalismans.

Rannsóknir mínar falla aðallega undir eftirfarandi fimm svið:
Hagvöxtur og hagþróun á síðari öldum, þ.m.t. efnahagskreppur
Utanríkisverslun og efnahagssamvinna Íslands og Evrópu eftir 1945
Saga velferðarríkisins
Neysluhættir og matarsaga

Yfirstandandi rannsóknarverkefni
Undirstöður landbúnaðarsamfélagsins: Fjölskyldan og heimilisbúskapur á Íslandi í byrjun 18. aldar
Matarsaga og fæðukreppur á Íslandi fyrir tíma iðnbyltingar.