Nútímavæðing mataræðis (2021)

Breytingin úr „hefðbundnu“ í „nútímalegt“ mataræði á Íslandi frá 19. öld fram til miðrar 20. aldar, og þá sérstaklega „kolvetnabyltingin“ sem svo er kölluð, er viðfangsefni þessar greinar. Höfundar draga upp stóru drættina í þróun matarhátta og leitast við að skýra orsakir þeirra miklu umskipta sem urðu á tímabilinu.

Nítjánda öldin var tími stórkostlegra breytinga á mataræði Evrópubúa. Drifkraftar þessara breytinga voru margir en þeir tengdust með einum eða öðrum hætti iðnbyltingunni og fylgifiskum hennar. Samhliða iðnvæðingunni jókst alþjóðaverslun með matvæli, járnbrautir og gufuskip fluttu korn, grænmeti, ávexti og kjöt milli fjarlægra heimshluta og gjörbyltu þannig framboði og dreifingu matvæla. Alþjóðlegt fæðukerfi var í burðarliðnum sem átti eftir að umbylta mataræði Evrópubúa.

Höfundar greinar eru Guðmundur Jónsson og Örn D. Jónsson og birtist hún í bókinni Til hnífs og skeiðar. Um íslenska matarmenningu, í ritstjórn Arnar D. Jónssonar og Brynhildar Ingvarsdóttur (Reykjavík, Háskólaútgáfan 2021).