Icelandic Historiography: Themes, methodologies, Professionalization (2015)

Í franska tímaritinu Revue d’Histoire Nordique 2015 er sérhefti helgað sagnaritun um sögu Íslands allt frá landnámi til nútímans. Heftið ber yfirskriftina "Icelandic historiography: Themes, methodologies, professionalization" og hefur að geyma átta ritgerðir eftir 10 íslenska sagnfræðinga. Í þeim er fjallað um helstu tímabil og meginsvið sagnfræði þar sem höfundar gera grein fyrir mikilvægum viðfangsefnum, fræðadeilum, aðferðafræði, stöðu þekkingar og tengslum íslenskrar sagnaritunar við alþjóðlega sagnfræði.

Ritstjórar eru Guðmundur Hálfdanarson og Guðmundur Jónsson.