Hungursneyðir hrjáðu Íslendinga lengur en flestar Evrópuþjóðir og urðu af þeim skakkaföll og stundum mikill manndauði. Í greininni er fjallað um hungursneyðir átjándu og nítjándu aldar, fjölda þeirra og stærðargráðu, tímasetningu og lýðfræðileg áhrif þeirra, sérstaklega hungurdauða. Með því að skilgreina hungursneyðir sem fæðukreppur þar sem dánartíðni nær 1 á hverja 10.000 íbúa á dag voru sjö hungursneyðir á tímabilinu og umframdauðsföll alls um 25.000. Leitast er við að bera Ísland saman við reynslu Norðurlandaþjóðanna og sýna niður stöður að hungurár með verulegum manndauða voru langflest á Íslandi.