Mynd á forsíðu

Mynd á forsíðu

Erfiðleikastig: Miðlungs.

Margir kjósa að hafa mynd af sér á forsíðu vefs síns og hér verður lýst einni leið til að ná því markmiði.  Í grófum dráttum er ferlið þannig:

  1. Finna mynd.
  2. Hlaða myndinni inn á vefinn.
  3. Virkja textabox á forsíðu til að sýna myndina.

1

Um fyrsta skrefið þarf ekki að fjölyrða.  Það er til dæmis hægt að nota myndina sem sett var inn í "Um mig" í Uglu.  Myndin má þó ekki vera stærri en 240 x 240 punktar.

2

Til að hlaða myndinni inn á uni vefinn þinn þarftu að opna ritilinn og velja þar Gagnamiðlun -> Ný Gögn (Media -> Add New).  Þá opnast gluggi til að hlaða inn myndefni.  Þar er takkinn Veldu skrár (Select Files) valinn og myndin úr fyrsta skrefi valin.  Eiginleikar myndarinnar eru skráðir.  Það er góður siður að skrá sem flesta eiginleika, og í það minnsta Alternate text, því lesvélar sjónskertra nota þann texta.  Takið eftir gildinu við Skrá (File URL), því það er notað seinna í ferlinu.  Að lokum er smellt á Vista allar breytingar (Save all changes).  Nú er myndin aðgengileg innan kerfisins.

3

Síðasta skrefið snýst um að segja kerfinu að sýna myndina á forsíðu vefsins.  Í WordPress kerfinu er hægt að raða aukahlutum á forsíðuna.  Til þess er valið Útlit -> Aukahlutir (Appearance -> Widgets).  Þá opnast skjámynd sem sýnir aðgengilega aukahluti.  Í þessu tilfelli notum við  hlut sem heitir Texti.  Þann bút á að smella á og draga yfir í kassa merkt Hliðarstika (Sidebar).  Um leið verður hluturinn virkur á forsíðu vefsins, en hann er ennþá tómur.  Það þarf að segja hlutnum hvað hann á að gera.  Með því að smella á litla þríhyrninginn hægramegin á honum opnast ritill hlutarins og þar eru tvö svæði.  Efra svæðið er fyrir titil, hið neðra fyrir HTML kóða.  Þar þarf að rita texta eins og þennann:

<img alt="Nafnið Mitt" src="https://uni.hi.is/minnvefur/files/2010/01/myndin-min.jpg" >

Auðvitað setur hver og einn gildið á alt og src eins og  passar, og þá skal að styðjast við gildin sem komu fram í skrefi 2.  Alt á þá við Alternate Text og src á við Skrá (File URL).

Þegar þessi texti er kominn inn má velja Save og Close og þá ætti vefurinn að skarta gefinni mynd á forsíðu.