qTranslate vandamál

Fjölmálaíbótin qTranslate hefur verið með okkur á uni.hi.is frá byrjun. Að mörgu leyti er íbótin stórfín, gerir notendum mögulegt að setja fram efni á mörgum tungumálum.
Hinsvegar hafa tæknileg gæði íbótarinnar verið vafasöm, hún hefur verið erfið í rekstri og brotnað ítrekað.
Nú hefur aðilinn sem þróar íbótina ekki gert á henni uppfærslur í langan tíma og er það farið að koma niður á notendum.

Eins og er er ritillinn á vefjum með qTranslate óvirkur. Unnið er að lausn vandans.